Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5
náttOrufr. 99 nafni nefnist Vestmannaeyjar, og stendur nokkuð einmana, 3 sjóm. VSV. frá næsta skeri, sem er Súlnasker, yzt á grynningu þeirri, er eyjaklasinn stendur á, svo litlu munar, að það hafi um sig sérstakann landhelgiskraga, líkt og Eldey; það er syðsti hluti íslenzka ríkisins: Hnattstaðan er 63° 19' nbr. og 20° 30' vl. og fjarlægðin til næsta staðar á meginlandi Islands (í Landeyja- sandi) nál. 16 sjóm. tíeirfuglasker. Skerið er all-hátt, 58 m., en svo lítið um sig, að það mætti drangur nefnast, og er nokkurn veginn jafnt á báða vegu. Allt er það úr móbergi, líkt og Vestmannaeyjar yfirleitt og senni- lega leifar af gömlum eldgíg, sem sjórinn hefir smám saman etið allan utan, svo að miðjan ein stendur nú eftir, með laut í koll- inum. í lautinni kvað vei-a stór lábarinn steinn, hvernig sem hann nú er þangað kominn (þegar sjór stóð sem hæst við suðurströnd landsins og skerið var í kafi?). Eg hefi nokkurum sinnum verið úti við skerið, síðast á „Dönu“ í júlí 1927. Það líkist yfirleitt hinum öðrum Vestmanna- eyja-skerjum: sæbratt, en gróðurlaust að mestu; skarfakál og lítið annað af jurtatæi í lautinni uppi, fugl er þar margur, eink- um svartfugl, eins og hinn grái litur þess á blettum ber með sér og all-margt af fýl (í lautinni uppi) og fara menn þangað nokk- u> til fuglaveiða. Geirfugl var þar fyrrum nokkur, eins og nafn- ið bendir á; hann verpti þar í tíð Eggerts Ólafssonar og um alda- mótin 1800 segir Faber, að maður hafi veitt einn geirfugl í sker- 7*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.