Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 8
102 NÁTTÚKUFR. hindrað blóðið í að storkna, væri öll fyrirhöfnin að engu orðin, því nærri má geta að jafn lítil dýr og þær eru þurfa að taka á kröftun- um, til þess að stinga í gegn um hornlagið á yfirhúð mannsis. Gatið, sem þær stinga, er að vísu mjög lítið, svo út um það getur einungis vætlað blóð af mjög skornum skamti. En lýsnar kunna ráð við því. Með munnvatninu berst ósköp lítið af svepp nokkrum, sem vex í nokkrum sellum í maga lúsarinnár, inn í blóðið, og kemur því til leiðar, að blóðið streymir lítið eitt örar að sárinu. — Merki- legt er það, að alveg sama ráðið kunna mýflugurnar, þegar þær stinga. Þær veita, eins og rannsóknir hafa sýnt, munnvatni inn í sárið, til þess að varna blóðinu þess að storkna, en munnvatninil fylgir dálítill svepp-hluti, til þess áð örfa blóðstrauminn að sárinu. Lýsnar lifa á blóði líkamans, og við það eru meltingarfæri þeirra miðuð. — mP. Munnholan er víð og þenjanleg, og dýrið getur að miklu leyti snúið henni við úr munn- «• inum. 1 munnhol- 3. mynd. Yfirlit yfir meltingarfæri og kynfæri lúsanna (kvenlús). unni er kranS cif m munnurinn, st sogpipan, sem dýriö stingur gat meö, og munn- , ,, „ . vatniö streymir um út í sáriö, sp munnvatnskirtlar, p þenjanlegt OKUITl, Sem lest- hol (dæla), ch maginn (chylus-maginn), mp nýru (Malpighisku pip- jj* munninn VÍð urnar), sv sveppir í magaveggnum, æ eggjakerfi (ovarium), svo , , ... sveppir i leggöngunum, k limkirtlar. (Lieberkind). nUOina, peg’ar tll þess kemur, að sjúga blóðið. I munnholuna opnast munnvatnskirtlarnir, sem áð- ur er minnst. Úr henni liggur vélindi aftur í magann. Hann er langur og mjór, og á einum stað eru sumar þeirra sellna, sem klæða hann að innan, fullar af sveppum. Lengi var það vísindunum ráð- gáta, til hvers þessi sveppur væri, en rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á síðasta áratug, hafa þó brugðið ljósi yfir það, sem að ofan er haldið fram, að hlutar sveppsins örfi blóðrásina, þegar þeir koma út í blóðið. Og eftir því að dæma, sem á sér stað hjá mýflug- unum, mæla sterkar líkur með því að svo sé. — Frá maganum liggja garnir, er opnast á afturenda dýrsins. Hvað nú viðvíkur kynfærum lúsanna, þá er nauðsynlegt að minnast kynfæra kvendýrsins nokkuð. Eggin myndast í eggja- kerfunum, en þau eru tvö, sitt hvoru megin í afturbolnum. Megin- hluti hvers eggjakerfis eru fimm, fingurmyndaðir separ, mjóstir að framan, en gildastir að aftan, þar sem þeir opnast í sameiginlegt hólf. Að ytra útliti er hver sepi ekki ólíkur perlufesti, því inni í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.