Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR. 107 er erfitt að sjá þær, því litur þeirra lagar sig mjög eftir lit hör- undsins. Hvítir menn hafa hvítar lýs, svertingjar nærri svartar, Kínverjar gular, o. s. frv. Margar villiþjóðir eyða lúsunum á þann hátt, að f jölskyldan sezt flötum beinum á hentugan stað, hver leitar öðrum lúsa, og veiðin er borð- uð með góðri lyst (8. mynd). Aðrar villiþjóðir veiða bjöll- ur og láta í höfuð sér, en bjöll- urnar leggja lýsnar í einelti, leggja þær að velli og eta (9. mynd). Aftnr aðrir fleygja fötum sínum þar sem mikið er um maurflugur, en þær gera lúsunum sömu skil, og bjöll- urnar. — í menningarlöndunum eru notaðar tvær aðferðir til þess að útrýma lúsum, svo að gagni verði. Önnur aðferðin er sú, að smyrja líkamann lúsasmyrslum, en smyrsli þessi fylla lofthdlurnar á líkama lúsarinnar, svo hún getur ekki unnið súrefni til öndunar, hún kafnar. Hin aðferðin byggist á því, að lýsnar þola illa mik- inn hita og raka. Fötin eru látin í katla, þar sem loftið er mjög heitt og rakt, en það verður lúsunum að bana (10. mynd). Á hinn bóginn eru ýms eiturefni, sem notuð eru til lúsahreinsun- ar, frekar lítilsvirði, — fæst þeirra drepa lýsnar, það líður að- eins yfir þær. í öllum siðuðum löndum fer lúsaplágan þverrandi ár frá ári. Á mörgum opinberum stöðum eru fest upp stór spjöld, sem skýra almenningi frá lifnaðarháttum lúsanna, og hvetja til orustu gegn þeim. 10. mynd. í striðinu voru fötin hreinsuö i stórum kötlum (Lieberkind).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.