Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 14
108 NÁTTÖRUFR. Á landamærum íífs og datiða, Oft heyrum vér orðið líf, bæði einstakt og í ótal sambönd- um. En sjaldnast gerum vér oss nokkra nánari grein fyrir því. Vér skoðum lífið sem svo sjálfsagðan hlut hér á okkar jörð, að það taki því ekki að eyða tíma í að hugsa verulega um það, og þótt við tökum rögg á okkur í því efni, verðum vér oftast litlu nær. Við skoðum öll lífið sem andstæðu dauðans, án þess þó að gera oss grein fyrir, hvað þessi tvö orð í raun réttri merkja. Dauðinn er, vitum vér, lokaþáttur lífsins fyrir vorum sjónum, og út fyrir þau landamæri tekst fæstum að skygnast, hverja skoð- un, sem hann annars kann að hafa á þeim málum, hvort hann lít- ur lífið augum andahyggjunnar eða efnisins. En um eitt getum vér öll orðið sammála, að efnið, líkaminn deyr. En það eru til önnur og mér liggur við að segja náttúrlegri landamæri lífs og dauða, landamæri, þar sem við með vissu getum séð á lönd beggja vegna, án þess að grípa til trúarbragðanna eða hugaróra. Og að þrim landamærum langar mig til að biðja ykkur að ferðast með mér í kveld. Þau landamæri hefir móðir náttúra sjálf sett efn- inu, þar sem hún hefir takmörk dregið milli hins lifandi og líf- lausa efnis. Þið þekkið sjálfsagt flest eða öll æfintýrið hans Ander- sens, um galdramanninn Iða-skriða, sem átti undraglerið, er hann sýndi kunningja sínum í. Undir glerinu gat að sjá heila boi’g, þar sem mennimir þutu fram og aftur. Þeir hrundu þar hver öðrum, kepptust hver við annan, bitust og börðust, hröktu hvern annan og hrjáðu, já, og jafnvel átu hvorn annan, svo það var skelfilegt að horfa á það. Sá, sem í glerið horfði, átti að geta upp á hvað hann sæi þar, og hann sagði auðvitað strax, já, þetta er Kaupmannahöfn eða einhver önnur stórborg, slík hæli geta ekki verið annars staðar. En þá svaraði Iða-Skriða: Það er gryfju- vatn. Eg efast ekki um, að þúsundir barna hafa lesið æfintýr þetta eins og hin önnur æfintýri Andersens og óskað eftir töfraglerinu hans Iða-Skriða, sem gat látið einn dropa af fúlu og óhreinu gryfjuvatni líta út eins og stórborg með húsum og mönnum og öðru tilheyrandi, en líta þó jafnframt á þetta allt sem einhverja fásinnu. En sannleikurinn er nú sá, að glerið hans Iða-Skriða er í æðimargra manna höndum og þótt skáldið hafi klætt lýsing-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.