Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 15
NÁTTÚRUFR.
109
una á vatnsdropanum í nokkuð glæsilegan búning, er hún samt
í höfuðdráttum rétt. Og einmitt þama erum vér komnir að landa-
mærum lífs og dauða. Takmörkunum milli hins lifandi og líf-
lausa efnis.
Ef vér tökum þannig vatnsdropa úr fúlum götupolli og skoð-
um í smásjá, getur ekki hjá því farið, að við sjáum þar aragrúa
örsmárra vera, sem þeytast fram og aftur yfir sjónarsviðið, hrinda
liver annari og, ef svo mætti segja berjast hver við aðra um þau
lífsskilyrði, sem fyrir höndum eru, hvort heldur það eru ein-
hverjar fæðuagnir, eða rúm, þar sem andrúmsloft er fyrir hendi,
svo að þær geti andað. Þetta gerist allt á þeim stöðum, sem vér
í daglegu tali teljum dauða, því að allt það, sem er utan sjónar-
sviðs okkar, verður vitanlega hulið, ef við ekki höfum einhver
hjálparráð. Þessar smálífverur, líkar þeim, sem við sjáum í vatns-
dropanum, er hvarvetna að finna. Þær eru í jörðinni, í loftinu,
meira að segja í iíkömum manna og dýra í stórum stíl. Mjög eru
þær misjafnlega stórar, þær smæstu ekki stærri en svo, að þegar
þær eru 1000 falt stækkaðar sýnast þær ekki nema eins og örlít-
ill depill eftir nálarodd. En allar saman heyra þær til frumlífs
jarðarinnar, annaðtveggja, frumdýr eða frumplöntur. En mun
nú einhver spyrja. Hvemig er nú unt að sanna að þetta séu líf-
verur en ekki dauðar agnir? Og þá komum við aftur að þessari
miklu gátu lífsins sjálfs. Vér getum ekki sagt um það með neinni
vissu, hvað lífið er, en hitt vitum vér, að við það eru tengd ýms
einkenni, sem aldrei bregðast, og aldrei sjást í hinum ólífræna
hluta náttúrunnar. Og enn skulum við athuga smáverur þær, er
við sjáum í vatnsdropanum. Meðal þeirra eru ætíð dýr, sem
amöbur nefnast. Fyrir sjónum vorum eru þær aðeins litarlaus
slímmökkur eða klessa. En skoðum vér efni þessara lífvera, kom-
umst vér að raun um, að það er sama kyns og hvítan í egginu, eða
efnið í vöðvum vorum, og tilheyrir því með öðrum orðum flokki
þeirra efnasambanda, er vér einu nafni köllum eggjahvítuefni.
Nú er ekkert líklegra en búa mætti til eggjahvítukökk, með miklum
og margbrotnum tækjum, er að efnasamsetningi líktist amöbu, en
munurinn mikli væri, að amaban er lifandi, en efnið dautt. Tilbú-
inn eggj ahvítukökkur myndi liggja hreyfingarlaus, og það hefði
engin áhrif á hann, þótt næringarefni væru í kring um hann, og
innan skamms myndi hann rotna og leysast sundur, og saga hans
væri úti. Öðru vísi væri því háttað með amöbuna. Vér myndum
sjá að slímið væri allt á stöðugri hreyfingu, og stundum skyti það
út löngum þráðum, til þess að ná í eitthvað næringarkorn, sem