Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 21
NÁTTÚRUPR 115 grimmci etja honum stundum á þau dýr, sem eru bæði stærri og sterkari en svo, að hann fái við þau ráðið. Verður það þá oftast hans bani. Örninn ræðst á dýrið með klónum — hremm- ir það — og lemur það svo í hel með vængjum og haus, þyki honum ekki klærnar og nefið einhlýtt til að ráða niðurlögum þess í skjótri svipan. Á fugla mun hann þó venjulega nota aðeins klærnar og nefið, enda tekur það ekki langan tíma fyrir hann að myrða þá og rífa þá í sig það sem honum þykir ætilegt af þeim. Um vandaðan frágang er ekki hugsað. En komi það fyrir, að hann hremmi svo stórt dýr, að hann geti ekki lyft því eða unnið því bráðan bana á annan hátt, þá vand- ast heldur málið. Klærnar sitja fastar í bráðinni, og þær mun hann ekki eiga hægt með að losa, komi hann því ekki við, að rífa utan af þeim með nefinu. Tvær sögur set eg hér, sem sýna, hvernig þá fer fyrir assa. Jón Ólafsson, póstur á Vattamesi, var einu sinni sjónar- vottur að því, að örn hremmdi sel á flóði á Gufufirði, skammt fyrir framan Hofstaði. — Mér dettur í hug, að selurinn muni hafa legið á steini í firðinum. — Örninn hjó klóm sínum gegn um húð og spik selsins og sat þar fastur. Selurinn vildi stinga sér, þegar hann fékk þessa óvæntu árás, en komst ekki veru- lega í kaf með örninn. Sló þegar í harðan bardaga og áttust þeir félagar við lengi dags þar á firðinum og veitti hvorugum betur. En viðureigninni lauk þannig, að nokkru seinna fund- ust þessi ógæfusömu dýr rekin í flæðarmálinu og voru þá bæði dauð — og enn föst saman. — Þess munu fleiri dæmi, að örn hafi ráðist á sel, en sjaldan mun hann hafa gengið með sigur af hólmi úr því einvígi. — Snæbjörn hreppstjóri í Hergilsey hefir sagt mér, að hann hafi einu sinni á uppvaxtarárum sínum verið á sjó með föður sínum, og hafi þá örn hremmt fullorðinn æðarblika á flóði fyrir framan kletta á hólma einum í Hergilseyjarlöndum. En kálið var ekki sopið, þótt komið væri í ausuna. Örninn hafði sig ekki til flugs með blikann. Hvernig svo sem hann bylti sér og barðist um með sínum stóru og sterku vængjum, náði hann sér ekki upp af sjónum. Hann gegnvöknaði á skömmum tíma og förlaðist honum þá brátt sóknin. — Þeir feðgar gerðu þann enda á viðureign arnarins við blikann, að hann mun ekki fleiri ferðir farið hafa í varplöndin í Hergilsey. — Þessar sögur varpa dálitlu ljósi á skapferli arnarins, og 8*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.