Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 24
118
nattOrufr.
um ganga 14 burstkenndir „fætur“. Lirfan unir sér bezt í vatni,
þar sem mikið er um rotnandi efni, og þeim mun betur, sem
meira er af lífrænum efnaleifum á botni vatnsins. Yanalega
stendur hún á höfði í vatninu, og höfuðið nemur þá við botninn,
eða allur bolurinn liggur lágrétt á botninum, en halinn liggur lóð-
rétt upp, þannig að efri endi hans nær upp úr pollinum. Þegar
vatnið dýpkar t. d. í rigningum, lengir dýrið halann, líkt og sjón-
auka, sem hægt er að teygja út, en dýpki svo mikið, að halinn nái
ekki upp úr, hversu mikið sem hann er lengdur, verður lirfan að
skríða upp úr vatninu, upp á stein, eða fikra sig upp eftir strái.
Inni í halanum eru tvær pípur, sem liggja eftir honum endilöng-
um, og standa pípurnar i sambandi við loftæðakerfi í líkama
dýrsins. Hvað starfsemi snertir, svarar því halinn til nefsins á
spendýrunum, en pípumar í honum til nasanna á þeim. Verði
vatnið svo djúpt, að lirfan geti ekki teygt afturenda halans upp
úr því, og komist hún ekki upp úr vatninu, drukknar hún, vegna
þess, að hún nær ekki í loft'til öndunar. Endi halans er með hár-
um, sem breiðast út í krans, er ,,festa“ halann við yfirborð vatns-
ins. —
Að lokum segir lirfan skilið við vatnið, og grefur sig niður
í mold. Halinn harðnar og hverfur, en í stað hans koma fjögur
„horn“, nærri gagnsæ, á höfðinu, og taka þau að sér þá starf-
semi í þjónustu öndunarinnar, sem halinn hafði áður. Samfara
þessum breytingum verða margar aðrar, lirfan verður að púpu,
sem heldur kyrru fyrir um hríð. Eftir viku- eða hálfsmánaðar-
tíma, rífnar púpuskurnin, og út kemur randafluga fullger, sem
flýgur suðandi af blómi á blóm.
Vatnaflaer (dafníur, Cladocera). í mörgum fjallavötnum og
tjörnum er fjöldi af ljósrauðum, örsmáum krabbadýrum. Stund-
um er svo mikil mergð af þeim, að þau lita vatnið rautt. Dýr þessi
nefnast vatnaflær. Líkaminn er þakinn þunnri skel, út úr henni
teygir dýrið höfuðið og tvo klofna fálmara. Fálmararnir eru
tvennt í senn, skynjunarfæri og sundfæri. Á höfðinu er eitt sam-
sett auga. Fætur eru lítt þroskaðir, og af þeirri gerð, sem nefn-
ast blaðfætur.
Eitthvað það merkasta í lifnaðarháttum vatnaflóanna er
tímgunin. Snemma sumars sjást aðeins kvendýr, sem verpa eggj-
um, er þroskast án þess að karldýr komi til og frjóvgi (jónfrú-
fæðing). Þannig getur hver kynslóðin orðið til á fætur annari allt
sumarið. Loks þegar haustar, koma karldýr til sögunnar, og
frjóvga þau egg, sem þá koma í heiminn, en þau nefnast vetrar-