Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 25
NÁTTÚRUPR. 119 egg (latensegg), en hin, sem að sumrinu komu, sumaregg (subi- tanegg). Fyrst um sinn geymast þau í sérstku rými undir skurnar- inni á hrygg móðurinnar, er losna síðan ásamt þeim hluta skurn- innar, sem umlykur þau. í hylki þessu fljóta þau fyrst í stað á vatninu, en sökkva síðan til botns, og geymast þar til næsta vors. Þegar þangað kemur sögunni, klekjast þau, og úr þeim koma eintóm kvendýr, sem v'erpa sumareggjum, er klekjast undir skurninni. Ef óhagstæð kjör steðja að, geta kvendýrin, þótt að sumar- lagi sé, verpt eggjum, sem frjóvast, og kemur náttúran því þá þannig fyrir, að karldýr myndast nokkru fyrr, til þess að frjóvga eggin (einstöku tegundir ,,mynda“ karldýr að jafnaði í júní- mánuði, og svo aftur um haustið). Egg þau, sem frjóvgast á sumrin, eru að því leyti einkennileg, að þau eru smá, og vel varin gegn þurkum. Þegar svo pollarnir þorna, fylgja þau rykinu, sem þyrlast upp fyrir vindi, og fjúka þá ef til vill langar leiðir til annara vatna. Vanhöldin hljóta að vera gýfurlega mikil, en frjósem- in er eftir því. — Svo þegar regnið kemur, og fyllir pollinn á ný, sem um skeið varð að láta vatn sitt, byrja vatnaflærnar á nýju lífi. Skelkrabbar (Ostracoda). Skyld vatnaflónum eru ennþá minni dýr í biljónatali í silungapollum okkar. Þau getum við nefnt skelkrabba, því líkami þeirra er þakinn tveimur skeljum, sem minna á skeljar skeldýranna. Skeljar þessar eru mjög sterk- ar, en svo gagnsæjar, að innyfli smælingjans birtast okkur í skæru ljósi, sé stækkunargleri brugðið að. Út á milli skeljanna, sem hægt er að opna og loka eins og gimburskeljum, teygir dýrið út tvenna fálmara, sem það notar ýmist til þess að synda með um djúpið eða ganga á botninum. Við hreyfingar fálmaranna synda dýrin eins og kólfi væri skotið um pollinn, en fara ekki í stökkum gegn um vatnið eins og vatnaflærnar. Vorflugur (Ti'ichoptera). Alls staðar í nánd við tjarnir og vötn, í mýrum og flóum, flögra gráleit og hægfara skordýr, vor- flugurnar. Þær setjast ýmist á stararstráin, eða á andh og klæði þeirra, sem leggja leið sína um heimkynni þeirra, eða eru að vinnu á engjunum. Oft sitja þær rólegar um stund á handarbökum man? i. Sjáist þær á flugi, leynir það sér ekki, að þær eiga ekkert skylt við flugur, enda þótt þær hafi hlotið nafnið vorflugur, því vængirnir eru fjórir, en ekki aðeins tveir eins og á flugunum. Afturvængirn- ir eru mjög breiðir, og liggja samanbrotnir undir framvængjun- um, þegar dýrið flýgur ekki. Fálmararnir eru langir og stinnir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.