Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 26
120 NÁTTÚRUFR. Sé spurt um, hví dýr þessi haldi sér í námunda vatna, er því auðsvarað, það er vegna þess, að afkvæmið, lirfurnar, lifa í vatni. Þær eru all-stórfættar, með sívalan, mjúkan líkama. Á hliðum dýrsins eru örþunnir húðflipar, út í þá ganga greinar frá loftæða- kerfinu, þetta eru öndunarfæri dýrsins, það andar með öðrum orðum með tálknum. Lirfurnar byggja um sig hús eða hylki úr strábútum eða sandkornum, sem þær líma saman með fíngerðum þváðum, og líkist húsið eins konar pípu, er dýrið stingur höfði og framfótum út úr. Bera þær með sér húsið á ferð sinni um vatnið, því út úr líkamanum aftanverðum ganga tippi, sem halda húsinu föstu. Þegar lirfan hefir náð fullum vexti, spinnur hún um sig hjúp, og festir við strá eða stein í vatninu. Hjúpnum lokar hún með þráðum, verður þvínæst að púpu, en heldur þó áfram að a^da með tálknum. Þegar púpuskeiðinu er lokið, kemur hin full- orðricv vorfluga til sögunnar. — Lirfurnar lifa einkum á jurta- fæðu, en fullorðnu skordýrin taka yfirleitt litla næringu til sín. Að framan er minnst nokkurra vatnabúa, mest megnis ís- lenzkra, og lifnaðarhátta þeirra að nokkru getið, að miklu leyti eftir athugunum, sem eg hef haft tækifæri til þess að gera. Hér hefir einungis verið stiklað á örfáum aðalatriðum, síðar mun eg, eí tóm gefst, bæta nokkru við um Mfnaðarhætti vatnasmælingj- anna. Margt er merkilegt í fari þeirra, og fagrir eru þeir, hver á sinn hátt. En það sem þó gefur þeim mest gildi fyrir okkur menn, er hin mikla líffræðilega þýðing þeirra. Þeii’ri hlið málsins hefi eg orðið að ganga fram hjá í þetta skipti. Allir eru þessir smæl- ingjar merkilegir milliliðir á milli hins lægra og æðra lífs í vatn- inu, á milli smæztu dýranna og jurtanna annars vegar, og hrygg- dýranna hins vegar. Brunnklukkur, Mýflugulirfur, vatnabobb- ar, smákrabbar, blóðsugur o. s. frv., allt er þetta ómissandi l'æða vatnafiskunum okkar, og ef til vill sumra fugla. Þar að auki vinna dýr þessi úr ýmsum efnum, og skapa þannig verðmæti til gagns fyrir gróðurinn. Það er mikið verkefni og þarft, að safna gögnum um líf- fræði íslenzkra dýra, og rita náttúrusögu þeirra. íslenzkt jurta- og dýralíf má enn sem komið er að mörgu leyti teljast lítið rann- sakað, en svo er það hér sem víðar, að margt smátt gerir eitt stórt. Það eru smælingjarnir, sem mynda undirstöðuna að öllu æðra lífi. Þess vegna er líka líf þeirra mikils virði, einnig okkur Islendingum. Þóroddur Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.