Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 12
4
NÁTTÚRUFR.
Margan mundi nú fýsa að vita, hvenær von sé á næsta
Kötlugosi. Því er eigi unnt að svara með neinni vissu. Þess má
þó geta, að flest eldfjöll, einkum goskeilur, hafa sinn „með-
göngutíma“, líkt og hverirnir, og er hann venjulega nokkurn-
veginn jafnlangur, þó að vitanlega geti út af brugðið. í þessu
efni virðist Katla eigi vera nein undantekning. Síðan um siða-
bót má telja öruggt, að til séu skýrslur um öll gos hennar, svo
að ekkert sé undan dregið, og hafa þau orðið á þessum árum:
1580, 1625, 1660, 1721, 1755, 1823, 1860 og 1918. Skemmstur
tími milli gosa hefir þannig orðið 34 ár og lengstur 68, en með-
allag er um 48 ár. Eftir þessu ætti næsta gos að verða á árunum
1952—1986, en að mestum líkindum milli 1960 og ’70. En ef
betur er aðgætt, virðast gosin hafa tvennskonar tíðni (rytmus).
Síðan 1625 hafa í annaðhvort sinn liðið 34—37 ár (meðallag
35 ár milli gosanna), en í hin skiptin 58—68 ár (meðallag 61
ár). Samkvæmt því ætti næsta gos að verða um 35 árum eftir
það síðasta, eða um 1953. Varlega skyldu menn þó treysta þess-
um útreikningi, enda keniur naumast til þess. En hitt má telja
líklegt, að áður en langir tímar líða, geti menn sagt fyrir ýms
eldgos með sæmilegri nákvæmni, líkt og veður nú.
Loks skal þess getið, að síðasta Kötlugos var hið 14. í röð-
inni, eftir því, sem Þorvaldur Thoroddsen telur. Talan er þó
engan veginn örugg, því að sagnir eru svo óljósar um sum hin
eldri gos, að ekki er unnt að ákvarða þeim stað með fullri vissu.
Hitt má og vera, að ekki hafi komið öll kurl til grafar, og séu
gosin orðin fleiri en 14 frá því á landnámsöld.
PóXmi Hannesson.
Spói í vetrarvist á Islandi.
Svo hefir sagt mér skilríkur maður, Jón Ingimar Jónas-
son frá Bólu í Skagafirði, nú til heimilis á Akureyri, að á bú-
skaparárum hans, kom það eitt sinn fyrir, að ungur spói, sem
líklegast hefir orðið fráskila farand-spóum, lifði af heilan
vetur þar í Skagafirðinum. Hélt hann sig alltaf að sömu bæj-
unum og kom oft heim á þá, til að tína úr moði o. þ. h. En um
það leyti, sem farfuglar fóru að koma um vorið, hætti hann
heimsóknum sínum. Um sumarið verpti spói nálægt túnjaðr-
inum i Bólu, og getur Jón þess til, að það muni ef til vill hafa
verið veturvistar-spóinn, því að svo var hann gæfur.
Sigurður Kristinn Harpann.