Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 18
10 NÁTTÚRUFR. aðeins einnar hefir orðið vart seinna, í iebrúar. — Frá Englandi haia einnig heimtzt nokkrar, þó ekki eins margar og irá írlandi og Skotlandi, aðallega að haustlagi, engin að vetri til, en á hinn bóginn tvær að vorlagi. Auk þeirra íugla, sem náðst hafa í Bretlandi, hafa fengizt ein- stöku íslenzkar rauðhöfða- endur í Frakklandi og á Spáni í október, og í des- ember hefir þeirra orðið vart á Hollandi og á Ítalíu. Öðrum leiðangri stefna rauðhöfðaendur frá íslandi til austurstrandar Ame- ríku, þar hafa þær fund- ist í október, nóvember og desember. Að sumar- lagi hafa aðeins fundist fáeinar merktar rauðhöfða- endur á íslandi að liðnu ári, eða lengri tíma frá merkingunni, en á hinn bóginn hafa fjórar verið teknar í maí í Rússlandi og Síberíu, einu til þremur árum eftir merkingu, og sömuleiðis hefir einn fuid fengizt í Norður-Noregi í mai, þremur árum eftir merkingu. Allt eru þetta sjálfsagt fuglar, sem slæðst hafa í förina með þeim mikla fjölda af öndum, sem leggur leið sína alla leið sunnan af Spáni yfir Holland, Danmörku Svíþjóð og Noreg alla leið norður í Norður-Finnland og Norður-Rússland, og verpa þar ef til vill. Önd sem fannst í Mið-Rússlandi í júlí, hefir ugglaust komið þangað á sama hátt, með því að fylgja fuglum, sem tekið hafa austlægari stefnu en hinar. Áberandi er það, hversu mikill fjöldi af rauðhöfðaönd, sem merkt er á íslandi, verpir annars staðar seinna.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.