Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 10
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU inn starfaði, heldur söfnuðust þeir til hans í sumarleyfum að land- setri hans, Hammarby, sem liggur skammt frá Uppsölum. Hvar- vetna úr heimi voru honum send plöntusöfn til rannsóknar og nafngreiningar, og yfir hann rigndi bæði innlendum og erlend- um nafnbótum og heiðursmerkjum. Vísindafrægð hans jókst stöð- ugt framan af Uppsalaárum hans, enda samdi hann og gaf út hvert vísindaritið af öðru. Þó var það ekki vísindafrægðin ein, sem dró nemendurna að Uppsölum, heldur miklu meira hitt, að Linné var kennari með afbrigðum, fullur eldmóðs og áhuga. Hon- um var sú list lagin, að smita aðra af eldmóði sínum. Margir lærisveina hans urðu stórfrægir náttúrufræðingar, einkum grasa- fræðingar. Það er mælt, að hann hafi verið manna elskulegastur í viðmóti og haft í ríkum mæli þann hæfileika að laða menn að sér og gera þá sér að vinum. Starfsþrek hans var óbilandi að heita mátti, meðan heilsan var óspillt. Tala og stærð rita hans ber því Ijósast vitni. Og þó er án efa það starfið miklu meira, sem liggur að baki þeirra í rannsókn og skoðun hlutanna. En auk kennslunn- ar og ritstarfanna varði hann miklu starfi í sköpun grasgarðsins í Uppsölum. Er hann enn til að mestu leyti með sömu ummerkj- um og um daga Linnés. Linné var árrisull, sem mikilla starfs- manna er siður, er talið að hann risi ætíð úr rekkju kl. 3 á sumr- um og tæki þá til starfa. Landsetur Linné’s í Hammarby. (Nat. Verd. 1935).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.