Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173
•tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiini
allra síðari grasafræðinga, bæði um viðfangsefni og starfsað-
ferðir.
Hin geysimikla grasaþekking Linnés náði nær eingöngu til út-
lits plantnanna og hinna ytri líffæra þeirra. Ýmsir síðari tíma
höfundar hafa legið honum á hálsi fyrir það að rannsaka eigi líf
þeirra og innri gerð. En sé sanngjarnlega á málið litið, virðist
það sæmilegt starf að afla sér þeirrar þekkingar, er Linné hafði,
og skipuleggja hana, svo að síðari tímar gætu þar allsstaðar
staðið á hans trausta grundvelli. Því má og eigi gleyma, að undir-
stöðuþekking manna í efna- og eðlisfræði var svo skammt komin
áleiðis, að ekki var unnt að rannsaka lífeðli plantnanna til nokk-
urrar hlítar, og smásjána vantaði til rannsókna á frumunni og
hinni innri gerð plantnanna. Því er þó þannig farið, að í ritum
Linnés er feikna fróðleikur um lifnaðarháttu plantnanna, og
hann verður fyrstur vísindamanna til þess að skýra frá sam-
ræminu, sem er milli tegundanna og lífsskilyrða þeirra, er þær
búa við. Hann sýnir fram á, hvernig þær laga sig eftir umhverf-
inu og hvert jafnvægi ríkir milli tegundanna innbyrðis. Þess er
og að gæta, að naumlega verður líf og eðli plantnanna rannsakað
með nokkurri festu fyrr en kerfið er komið á fastan fót.
Eitt verður hér enn að nefna í starfi Linnés, það er nafngifta-
aðferð hans. Fyrir hans daga ríkti hin mesta óreiða í öllum
nafngiftum dýra og plantna. Einn nefndi tegundina þessu nafni
og annar hinu, og fjöldi tegunda var nafnlaus með öllu. Hitt var
og eigi betra, að nöfn þau mörg, sem til voru, voru næsta ómeð-
færileg fyrir lengdar sakir. Þau voru oft heilar málsgreinar og
fólu í sér heila lýsingu tegundarinnar. Það gefur að skilja, að
slík nöfn voru ónothæf í allri frásögn. Linné valdi hér nýja að-
ferð, sem ef til vill er eitt hið snjallasta, er honum datt í hug.
Hann nefndi hverja tegund tveimur nöfnum. Fyrra heitið er ætt-
kvíslarheiti, heita allar tegundir sömu ættkvíslar því, síðara nafn-
ið er eiginheiti tegundarinnar. Það er eitthvert lýsingarorð, oft
er þar tekinn fram einhver eiginleiki tegundarinnar, er greinir
hana skýrast frá nánustu skyldungum hennar. Sem dæmi má hér
taka sóleyjuna. Vísindaheiti hennar er Ranunculus acer. Ranun-
culus er ættkvíslarheitið, en acer, sem þýðir bitur, er tegundar-
heitið. Skriðsóleyjan, sem henni er skyld, heitir Ranunculus rep-
tans, sem þýðir skríðandi. Þannig eru þessar tegundir báðar ein-
kenndar í nöfnum sínum. Nafngiftaraðferð Linnés er enn not-
uð óbreytt.