Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177 iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiii tíma, er hann lifði á. Hann leysti ekki úr þeim viðfangsefnum, sem ætluð voru næstu kynslóðum til úrlausnar, en hann lét eftir sig efnið, sem gerði þeim það kleift“. Linné var sem fyrr er getið óþreytandi starfsmaður, síkennandi, síritandi og rannsakandi. Alls er talið, að til séu frá hans hendi 200 rit smárra og stórra. Stíll hans er sérkennilegur, frásögnin myndauðg og þrungin fögnuði uppgötvarans og aðdáun á dásemd- um náttúrunnar. Hér fer á eftir örstutt sýnishorn af stíl hans; er það úr riti um jafnvægi og reglu í náttúrunni, og fjallar þessi grein um niðurskipan plantnanna. „Guð hefir skipað öllum plöntum í einskonar stéttir, sett þær undir eins konar lögreglueftirlit, ef svo má að orði kveða. Mos- unurn má líkja við hina örsnauðu húsmenn, sem setzt hafa að á hinni megurstu jörð. Þennan ófrjóa jarðveg yrkja þeir og þekja, jafnframt því sem þeir þjóna öðrum plöntum, er þeir vernda, svo að rætur þeirra hvorki þorni um of í sólarhitanum né frjósi í hörk- um vetrarins. Það er því líkast, að þeir hafi tekið að sér að yrkja jörð, er aðrir dæmdu ónýta. Grösin virðast hafa tekið að sér hlut- verk bændanna, störf þeirra og skyldur. I þeirra valdi er mestur hluti jarðarinnar, og því meir sem þau eru fótum troðin og bæld, því meira erfiði leggja rætur þeirra á sig, til að afla fæðu; þau eru kjarninn og meirihlutinn innan plönturíkisins. — Blómjurtirnar svara til aðalsins. Blöð þeirra eru skrautleg, og blóm þeirra dýrð- leg á að líta. Með ilman sinni, litskrúði og vaxtarfegurð vekja þau lotning og aðdáun á ríki því, er þau heyra til. Trjánum má líkja við þjóðhöfðingja. Rætur þeirra liggja djúpt, og þau bera höfuðið hátt yfir aðrar plöntur. Þau vernda þær gegn skemmdum af vindi, hita og kulda, þau væta þær með dögg, og veita þeim næringu með hinu fallna laufi sínu. Mosar og skófir eru þjónar þeirra, er þau fæða meira fyrir sakir foi’dildar en gagnsmuna“. Ennfremur segir hann: „Eigi eg að leggja út til fulls texta þann, er náttúran fær mér í hendur, hlýt eg að standa orðlaus, er eg hugsa um víðfeðmi hans og dýpt. Og eg finn mig brestur þekk- ingu. Til þess að fá hana, þyrfti marga mannsaldra eða öllu held- ur aldir. Því verð eg með minni litlu reynslu að láta mér nægja að gera tilraun til að benda eftirkomendunum á leiðina, sem senni- lega enginn fær á enda runnið“. Með slíkri hógværð bendir hinn lærðasti maður samtíðar sinnar í fræðum þessum eftirkomendum sínum á framtíðina.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.