Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll fannst mér landeign Linnés minna á starf hans. Fyrir hans daga var grasafræðin myrk og óráðin gáta, og rannsóknarleiðir allar óljósar, líkt og stígarnir í skóginum, en Linné skilaði henni til eft- irkomendanna, sem skipulagðri vísindagrein, og varðaði þar veg- inn með glöggum leiðarmerkjum. Það var eigi hans sök, þótt eftir- komendur hans um alllangt skeið fengju þar litlu við aukið, og stirðnuðu upp í viðjum kerfisins, og kæmu ekki auga á neinar nýjar leiðir. Ekkert mundi hafa verið f jær anda hans. Því að þrátt fyrir misjafna dóma og ný stefnumið mun Linnés alltaf verða minnst sem eins helzta brautryðjandans í sögu náttúruvísindanna. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum. Einkennilegt þjóðfélag. 1 síðasta hefti Náttúrufræðingsins var minnst á það í samtín- ingnum og í ritgerð dr. Bjarna Sæmundssonar um tífættu skjald- krabbana íslenzku, að kampalampinn sé tvíkynja, karldýr á unga aldri, en kvendýr seinna. Þetta hafa dýrafræðingar í Bandaríkj- unum og Þýzkalandi uppgötvað á síðustu árum. Það er ekkert einsdæmi, að dýr séu tvíkynja, einkum þau lægri, eins og blóm- plöntur eru flestar. Ef til vill er lcynlaus æxlun, o: skipting og þess háttar, frumleg- asta stig allrar æxlunar, bæði í jurta- og dýraríkinu. Þá mætti hugsa sér kynæxlun tvíkynjaðra dýra og jurta næsta stigið, og loks kynæxlun sérkynja dýra og jurta sem hið íullkomnasta há- mark, sem æxlun hefir náð. Dýr geta verið tvíkynja (Hermafrodit) á tvennan hátt, annað- hvort þannig, að sama dýrið sé bæði „karl og kona“ í senn, eða ýmist karl- eða kvenkyns. Sé dýrið hvorttveggja í senn, er tvennt til, annaðhvort það, að hvor kynkirtill sé í einu eggstokkur og eista, þ. e. framleiði bæði egg og frjó, eða þá hitt, að í líkaman- um séu sérstakir eggjastokkar og sérstakir frjókirtlar. Merkilegt er það, að dýr, sem vanalega eru sérkynja, þ. e. sérhver einstakl- ingur aðeins karl- eða kvenkyns, geta stundum framleitt tvíkynja einstaklinga, og þá þannig, að annar kynkirtillinn er karlkyns, en hinn kvenkyns. Þetta er alþekkt með fiðrildi (Lateral hermafro- 12*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.