Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 Eftir ósk minni fór Sigurður Guttormsson í Vestmannaeyjum aftur upp á Yztaklett 28. júní 1936, og mér til mikillar gleði fann hann tvær minni háttar nýlendur af sæsvölu. Egg þau og fuglar, sem hann var svo vænn að senda mér, töldust einnig öll til stærri tegundarinnar. Að dæma eftir þeirri þekkingu, sem við höfum nú til brunns að bera, er stóra sæsvalan (Oceanodroma leucorrhoa) langtum al- gengari varpfugl við eyjarnar en litla sæsvalan (Hydrobates pela- gica), ef að sú litla verpir þar yfirleitt, en fyrir því eru engar fullgildar sannanir ennþá. Stóra sæsvalan verpir áreiðanlega í Yztakletti, í Elliðaey og Bjarnarey. Af sæfuglategundum, sem yf- irleitt eiga sunnar heima, er litli svartbakur algengur sumargest- ur í eyjunum, og að öllum líkindum verpir hann þar. Auk litla svartbaks, hefir einnig silfurmáfur sézt í eyjum um varptímann. Fyrir framtíðar fuglarannsóknir íslands hefði það talsverða þýðingu, ef þeir Vestmanneyingar, sem þekkja vel fugla, hefðu augun vel opin í framtíðinni fyrir þeim viðfangsefnum, sem hér hefir verið hreyft, og athuguðu einnig, hvort nýjar tegundir bætt- ust í hópinn. Lega eyjanna fyrir sunnan fsland, og hæð þeirra, sem gerir það að verkum að þær sjást langa leið, dregur vitan- lega til þeirra margar tegundir fugla, og þess vegna eru þær sér- staklega vel fallnar til fuglafræðilegra athugana. G. Timmermann. Sauðnautafréttir. Eg hefi nýlega fengið fregnir af sauðnautunum, sem flutt hafa verið til Svalbarða og Noregs, í bréfi frá Adolf Hoel dósent, en fyrir hans atbeina var það gert. Hann segir svo í bréfinu: „Sauðnautin á Svalbarða eignuðust enn þá kálfa í vor, nú í fimmta sinn, og hjörðin hefir aukizt mikið. Við vitum ekki með vissu, hve mörg dýrin eru orðin, en í vetur sást hópur, sem í voru 30 dýr, og eg áætla, að þar muni vera alls um 40 dýr. í Dofrafjöllum hefir ekki orðið annað tjón á dýrunum en slys- ið í fyrra, og rétt nýverið hefi eg fengið tilkynningu um, að ein kýrin hafi eignazt kálf í vor. Hún sást nú í haust, og öll dýrin, sem enn eru á lífi, virðast þrífast ágætlega". Um slysið á dýrunum segir svo í eldra bréfi frá sama manni: „1 fyrra voru snjóalög mikil í Ðofrafjöllum, þar sem dýrin

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.