Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 7
Tvíbýlisnetla, lifandi girðing Netluættin er ekki fjölskrúðug hér á landi. Aðeins tvær teg- undir, tvíbýlisnetlan og brenninetlan vaxa hér að staðaldri. Finn- ast þær víða kringum bæi og í kaupstöðum, hafa eflaust slæðst hingað til lands með varningi, en eru nú ílendar fyrir löngu. Frægar eru netlurnar fyrir tvennt, brennihárin og trefjarn- ar í stönglunum, er notaðar hafa verið til vefnaðar. Margir hafa „stungið" sig á netlu og muna hana þess vegna, en af því að um tvær tegundir er að ræða, sem flestir varla gera greinarmun á, skal þeim lýst hér nokkru nánar. Netlurnar eru alsettar grófum brennihárum, er valda sviða þegar snert er við þeim. Þessi hár eru plöntunum ágæt vörn, og eru einkennilega gerð. Hárbroddurinn er stökkur, svo hann hrekk- ur af, ef við hann er komið. Brotnar hann ávallt á snið, svo að hvass oddur kemur á hárið, er svo stingst inn í húðina. Þessi brennihár eru hol innan eins og höggormstönn, og er eiturkirtill í rót þeirra. Þegar oddurinn hrekkur af hárinu, ef við það er komið, vætlar eitrið frá kirtlinum út um opinn hárbroddinn og inn í sárið. Veldur stungan sviða, og oft hlaupa upp smáblöðrur, sem klæjar í, en þær hjaðna samt fljótlega aftur. Netlurnar hafa gagnstæð blöð, tennt og fjaðurstrengjótt. Blómin eru í smáhnoð- um, lítil og óásjáleg, einkynja, með fjórum, grænum blómhlífar- blöðum. Karlblómin eru með fjórum fræflum, kvenblómið með einni frævu. Frjóið berst með vindinum og aldinið er hnot. Auðvelt er að greina tegundirnar sundur. Tvíbýlisnetlan (Ur- tica dioica) er stórvaxin, nærri mannhæðar há, fjölær, jurt, dökk- græn að lit með egglaga eða hjartalaga blöðum, og greinilega fer- strendum stöngli. Blómhnoðun standa í greinóttum öxum, eru þau hangandi og lengri en blaðstilkurinn. Þessi planta æxlast að- allega með jarðstöngulsprotum og vex vanalega í stórum, þéttum breiðum. Brenninetlan (Urtica urens) er lítil, einær jurt, ljósgræn að lit með sporbaugóttum eða oddbaugóttum blöðum og sljóferstrend- 1

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.