Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47
.......................................
liti, og prýdd mörgum frábærum myndum. Það, s,em einkum
gerir hana verðmæta, eru þó ekki eftirmælin sjálf, heldur listi
yfir öll rit þeirra manna, sem minnzt er. Það má fullyrða, að
allir þeir, sem vilja kynna sér norðurfarir, verða að lesa þessa
bók. Verðið er svo lágt, að allir, sem vilja, geta eignast hana,
aðeins 3 krónur.
Þættir úr sögu Reykjavíkur. Reykjavík, 1936.
FélagiS Ingólfur gaf út, vegna 150 ára afmælis
Reykjavíkur.
Þetta félag, sem ýmsir áhugamenn í Reykjavík standa að,
hefir valið sér það mark, að láta semja sem greinarfyllsta lýs-
ingu á landnámi Ingólfs, rekja sögu þess o. s. frv. Hér er bók
um Reykjavík, borgina, sem vaxið hefir og þróazt þar, sem
fyrsti bóndabærinn á Islandi stóð. Bókin skiptist í 11 kafla,
nöfn þeirra og höfundar eru sem hér segir: „Reykjavík í reif-
um“ (Jón Helgason, biskup). ,,Úr byggingarsögu Reykjavík-
ur“ (Georg Ólafsson, bankastjóri). „Fiskveiðar Reykvíkinga á
síðari helming 19. aldar“ (Þórður Ólafsson, præp. hon., og
Geir Sigurðsson, skipstjóri). „Verzlunin í Reykjavík 1849—
1863“ (Björn Björnsson, dr.). „Upphaf iðnaðarmannastéttar
í Reykjavík“ (Guðbr. Jónsson, próf.). „Búnaðarmál í Reykja-
vík“ (Vigfús Guðmundsson). „Hversu Reykjavík varð höfuð-
staður“ (Vilhj. Þ. Gíslason, skólastjóri). „Stjórnarskipun
Reykjavíkur“ (Ólafur Lárusson, prófessor). „Upphaf leiklist-
ar í Reykjavík“ (Lárus Sigurbjörnsson, rithöf.). „Reykjavík í
ljóðum“ (Guðm. Finnbogason, landsbókavörður). „Ummæli út-
lendra ferðamanna um Reykjavík" (Hallgr. Hallgrímsson,
bókavörður).
Yfirlit þetta sýnir, að hér er höfuðborg landsins lýst frá öll-
um hliðum, enda er bókin hin skemmtilegasta og fróðlegasta,
svo að vart verður gert upp á milli flestra kaflanna. Mun varla
vera hægt að gera svona umfangsmiklu efni betur skil í ekki
stærri bók, en það mætti ef til vill helzt finna ritsmíð þessari
til foráttu, að hún væri ekki allstaðar svo ítarleg sem skyldi.
En hér er komið ágætt yfirlit yfir þróun Reykjavíkur, rit fyrir
hvern þann, sem ann íslenzkum fræðum, íslenzkum staðarlýs-
ingum og íslenzkri sögu. í bókinni eru margar góðar myndir,
og frágangur bókarinnar er að öllu leyti hinn bezti. Guðni Jóns-
son mag. art. hefir búið bókina undir prentun.