Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 aiiiiiiiiimmiiiiiiiimmmiiimmiiiiiiiiiiimmiiiimmiimiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimimiimiimiiiii sá eg bæði í Aðalvík og á ísafirði. Er hún sennilega algeng um allt land og er alltaf að finnast á nýjum stöðum. Milli Staðs og Þver- dals í Aðalvík er hún mjög algeng og myndar stórar fléttur í mógröfunum. í stöðuvatninu fyrir neðan Stað í Aðalvík og í á þeirri, sem úr vatninu rennur, vex mikið af langnylcru (Potamogeton prae- longus). Þessi sjaldgæfa tegund hefir áður aðeins fundizt á ein- um stað á Vestfjörðum, við Neðra-Selvatn, I. Ó. Annars er hún fundin á nokkrum stöðum á Norðuriandi og á Egilsstöðum á Völl- um í Fljótsdalshéraði. í Aðalvík er plantan mjög stórvaxin, 2—3 m á lengd. Óx hún alveg í kafi og náðu blómleggirnir upp undir yfirborðið. Eru þessir nykrurunnar niðri í vatninu einkar snotrir. Á ströndum vatnsins lágu hrannir af nykrublöðum ásamt allmiklu af mara. Þessi stórvaxna nykra hefir löng, stilklaus blöð, sem að nokkru lykja um stöngulinn, en hann er með hnébeygðum liðum. Á ísafirði sá eg nokkrar sjaldgæfar tegundir: Ástagras, blöðrujurt, dúnhulstrastör, skriðsóley og Icattarjurt. í „Flóru íslands“ er sagt, að ástagras (Orchis latifolius) finn- ist aðeins í Kaldalóni á Vestfjörðum og ekki annars staðar á landinu. Menn voru farnir að efast um þennan fundarstað, en 1932 fann Árni Friðriksson þessa plöntu á Hesteyri, og nú síðast- liðið sumar fann eg hana í kjarrskóginum innan við ísafjarðar- kaupstað. Þarf nú ekki að efa tilveru þessarar tegundar á Vest- fjörðum. Ennfremur fann Pálmi rektor Hannesson brönugrasa- tegund við Seljaland undir Eyjafjöllum á síðasta sumri, sem eftir lýsingu hans að dæma var þessi tegund. Ástagras er með bláu blómi eða blárauðu eins og brönugrös, en þekkist bezt á því frá brönugrösum, að stöngullinn er holur. Blöðrujurtin vex í mógröfum innan við bæinn, og var mér vísað á hana þar. Skriðsóleyin (Ranunculus repens) vex meðfram brautinni of- an og innan við kaupstaðinn. Dúnhulstrastörin (Carex pilulifera) vex í hlíðinni nokkuð innan við bæinn, einkum nálægt lítilli á rétt við skóginn. Þetta er sjaldgæf tegund og ekki áður fundin á Vestfjörðum. Hulstrið er, eins og nafnið ber til, dúnhært, og má þekkja hana á því. Neðstu blaðslíðrin eru sundurtætt og purpurarauð að lit, og á efra borði blaðanna eru smáörður, sem í smásjá líkjast þyrnum. Þetta eru helztu sjaldgæfu tegundirnar. Vera má, að meira finnist síðar við nákvæma leit. Eg var þarna á ferð síðari hluta 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.