Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 aiiiiiiiiimmiiiiiiiimmmiiimmiiiiiiiiiiimmiiiimmiimiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimimiimiimiiiii sá eg bæði í Aðalvík og á ísafirði. Er hún sennilega algeng um allt land og er alltaf að finnast á nýjum stöðum. Milli Staðs og Þver- dals í Aðalvík er hún mjög algeng og myndar stórar fléttur í mógröfunum. í stöðuvatninu fyrir neðan Stað í Aðalvík og í á þeirri, sem úr vatninu rennur, vex mikið af langnylcru (Potamogeton prae- longus). Þessi sjaldgæfa tegund hefir áður aðeins fundizt á ein- um stað á Vestfjörðum, við Neðra-Selvatn, I. Ó. Annars er hún fundin á nokkrum stöðum á Norðuriandi og á Egilsstöðum á Völl- um í Fljótsdalshéraði. í Aðalvík er plantan mjög stórvaxin, 2—3 m á lengd. Óx hún alveg í kafi og náðu blómleggirnir upp undir yfirborðið. Eru þessir nykrurunnar niðri í vatninu einkar snotrir. Á ströndum vatnsins lágu hrannir af nykrublöðum ásamt allmiklu af mara. Þessi stórvaxna nykra hefir löng, stilklaus blöð, sem að nokkru lykja um stöngulinn, en hann er með hnébeygðum liðum. Á ísafirði sá eg nokkrar sjaldgæfar tegundir: Ástagras, blöðrujurt, dúnhulstrastör, skriðsóley og Icattarjurt. í „Flóru íslands“ er sagt, að ástagras (Orchis latifolius) finn- ist aðeins í Kaldalóni á Vestfjörðum og ekki annars staðar á landinu. Menn voru farnir að efast um þennan fundarstað, en 1932 fann Árni Friðriksson þessa plöntu á Hesteyri, og nú síðast- liðið sumar fann eg hana í kjarrskóginum innan við ísafjarðar- kaupstað. Þarf nú ekki að efa tilveru þessarar tegundar á Vest- fjörðum. Ennfremur fann Pálmi rektor Hannesson brönugrasa- tegund við Seljaland undir Eyjafjöllum á síðasta sumri, sem eftir lýsingu hans að dæma var þessi tegund. Ástagras er með bláu blómi eða blárauðu eins og brönugrös, en þekkist bezt á því frá brönugrösum, að stöngullinn er holur. Blöðrujurtin vex í mógröfum innan við bæinn, og var mér vísað á hana þar. Skriðsóleyin (Ranunculus repens) vex meðfram brautinni of- an og innan við kaupstaðinn. Dúnhulstrastörin (Carex pilulifera) vex í hlíðinni nokkuð innan við bæinn, einkum nálægt lítilli á rétt við skóginn. Þetta er sjaldgæf tegund og ekki áður fundin á Vestfjörðum. Hulstrið er, eins og nafnið ber til, dúnhært, og má þekkja hana á því. Neðstu blaðslíðrin eru sundurtætt og purpurarauð að lit, og á efra borði blaðanna eru smáörður, sem í smásjá líkjast þyrnum. Þetta eru helztu sjaldgæfu tegundirnar. Vera má, að meira finnist síðar við nákvæma leit. Eg var þarna á ferð síðari hluta 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.