Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 50
44 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN !iiiiiimiiiiiiiiiimmmiiiiiimiiimiimiiiiiiiiiiiimmiimMiiiimiiiiiiimiiiiiiiiimii!iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliilii,iiiiii, 6) Duggönd (Nyroca marila marila), $ ad. Merkt (3/419), á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 18. júní 1935. Skotin síðast í nóvember 1936, hjá Ballylongford, Co. Kerry, á írlandi. 7) Lóa, ungi (Pluvialis apricarius altifrons), juv. Merkt (6/1521) á Sandi í Aðaldal, þ. 24. júlí 1936. Fannst dauð (sjó- rekin?) í fjörunni einhversstaðar á Skye-ey, við Vestur-Skot- land, þ. 19. desember 1936. 8) Skúfönd (Nyroca fuligula), ? ad. Merkt (4/581), á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 20. júní 1935. Skotin þ. 5. desember 1936, á Largo Reeevoir, í Fife á Skotlandi. 9) Duggönd (Nyroca marila marila), 2 ad. Merkt (4/570), á hreiðri, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 15. júní 1935. Skotin við ármótin á ánum Shannon og Deal, á írlandi, þ. 18. des- ember 1936. M. B. Ritfregnir. Niels Nielsen og Arne Noe Nygaard: Om den is- landske ,,Palagonitformations“ Oprindelse. Geo- grafisk Tidsskrift, 39. Bind, 2. Halvbind. Dec. 1936. Höfundarnir segja frá rannsóknum sínum á íslenzku móbergi,. en gögnum til rannsóknanna söfnuðu þeir í hinum svonefnda 4. dansk-íslenzka leiðangri, sem farinn var til Vatnajökuls og víð- ar um SA-Iandið sumarið 1936. Pálmi Hannesson og Jóhannes Áskelsson tóku að nokkru þátt í þessum leiðangri. Móbergið hefir verið erfitt viðfangs öllum þeim, sem fengizt hafa við jarðfræðilegar rannsóknir hér á landi, enda hefir það oft verið nokkuð á reiki, hvernig takmarka skyldi „hugtakið móberg“,. en þó enn fremur hitt, hvernig móbergið væri myndað. Thor- oddsen og eldri jarðfræðingar töldu það hafa myndazt fyrir ís- öld, en Helgi Péturss komst að þeirri niðurstöðu, að það væri, yngra, og hefði myndazt eftir Isöld, og að þeirri skoðun hafa aðrir fræðimenn hallazt. Um myndun móbergsins er það að segja, að menn hafa fram til þessa talið það stafa frá jökul- eldgosum. Á þessa skoðun vildi Nielsen færa sönnur með ferð sinni til gosstöðvanna í Vatnajökli 1935, en árangurinn af rann-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.