Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 iiiiimiiimmiHiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiMiiiiHiimmiimmmmiimiiimmiiiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiMiiimmmittmmimiiiiimi Fæða svartbaksins. 1 2. hefti Náttúrufræðingsins 1936 ritar hr. G. Timmermann grein, „Um fæðu nokkurra íslenzkra fjöru- og sjávarfugla“, og segir þar meðal annars, að hann geri eigi „ráð fyrir, að máfarnir (þ. e. svartbakur og hvítmáfur) lifi að neinu verulegu leyti á lif- andi dýrum, sem þeir veiði sjálfir“ o. s. frv., og ennfremur finnst honum það „vafasamt, að það sé rétt, sem sagt er um svartbak- inn, að hann sitji um hlutfallslega stóra fiska eins og silung og hrognkelsi“. — Þessi ummæli gefa mér tilefni til eftirfarandi skýringa. Á hverju vori og sumri er hér við sandinn fyrir botni Axar- fjarðar mikið um allskonar átu. Fyrst á vorin er það loðnan, sem er hér við land í stórtorfum frá því í marz og fram í júní. Áður en hún hverfur til fulls, hafa komið aðrar tegundir fiskjar, t. d. ung hafsíld og sandsíli, og auk þess oft mikið af ungviði stærri fiska, þorsks, upsa, skarkola o. fl. Sem nærri má geta safnast oft mesti fjöldi ýmissa fugla, auk annarra dýra, að þessari átu, þar á meðal mikið af hvítmáfi og svartbak, enda á sá síðarnefndi varpstöðvar hér nærri í stórum stíl. Hefi eg að heita má í yfir 50 ár verið ýmist meira eða minna árlega við bæði fiskveiðar og selveiðar hér við sandinn og hefir mér því gefizt gott tækifæri til þess að athuga aðferðir fuglanna við að ná í þessa átu. Hér verður nú aðeins minnst á tvær áðurnefndar máfateg- undir — og er þar skemmst af að segja, að eg hefi þráfaldlega séð þær taka allskonar lifandi síli í og á yfirborði sjávar, og verð- ur eigi annað sagt en þeim farist það sæmilega fimlega, einkum þó hvítmáfinum. En mest sækjast þeir eftir að taka sílin á grynnsl- um, bæði í landbárunni og eins þegar þau berast með straum út eða inn um ós þann, sem er hér á sjávarlóninu — og bærinn dreg- ur nafn af —, en í honum er mikill straumur, ýmist út eða inn, og flytur hann með sér f jölda fiska, t. d. stundum loðnu í hundraða tunnu tali. — Oti á rúmsjó hefi eg séð svartbakinn taka fullorðna hafsíld, og stundum má sjá á aðförum hans, ef hafsíldartorfa er í þann veginn að „koma upp“, því að þá hringar fuglinn yfir henni og gerir stundum tilraun til þess að ná í fisk. Aftur hefi eg aldrei séð fugla þessa taka lifandi silung, nema 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.