Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 42
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ■iiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiini, hann væri fastur í neti, enda munu þeir eigi gera það hér við Lónið. En ósagt skai látið, hvað svartbakinum tekst í þröngum og grunnum ám eða lækjum; en annars er silungurinn svo styggur og sundfrár fiskur, að mér þykir næsta ólíklegt, að svartbakur- inn nái honum nema hann sé hindraður að einhverju leyti. Allt öðru máli er að gegna um hrognkelsin, enda hafa þau hvorki til að bera varfærni né sundfráa á við silung. Oft er talsverð gengd af hrognkelsi hér við sandinn, og ef þau koma í strauminn í ósnum hérna, berast þau með honum ým- ist út eða inn. En á þeirri leið, og þó einkum á víðáttumiklum grynningum, sem eru innan við ósinn, nær svartbakurinn þeim iðulega; eins tekur hann þau, er þau vaða ofansjávar úti á rúm- sjó, og það oft langt frá landi. — Alla smærri fiska, sem svart- bakurinn getur lyft upp úr vatninu, flýgur hann með til lands; vill þá stundum bera við, einkum ef fiskurinn er í þyngra lagi, að fuglinn missir hann, en nær honum þó stundum aftur. En hina — þá þyngri — ýmist flögrar hann með eða syndir með upp að landi, og heldur þá — að því er eg hefi bezt séð — ýmist um höf- uðið eða í „kerlingarsporðinn“ (tálknopið). Þetta er hér kallað, að „svartbakurinn leiði hrognkelsið“. — Þegar á land er komið hefst máltíðin. Fyrst er lifrin tekin og svo hin innýflin, síðast fiskurinn, allt plokkað út um það tálknopið, sem upp veit. En aldrei snerta fuglarnir skinnið né hveljuna. — Hvítmáfurinn veiðir mér vitanlega aldrei hrognkelsi, en gæðir sér á leyfum svartbaksins. Á hverju vori sér maður hér meðfram lóninu og sandinum við sjóinn hrognkelsa-leyfar svartbaksins, misjafnlega etna fiska, stundum er aðeins lifrin etin, stundum er engu leyft nema hamnum. Komið hefir það fyrir, að eg hefi séð svartbak taka kola á grynningum, fljúga með hann til lands og rífa þar sundur. Og yfirleitt virðist mér máfar þessir hér því aðeins leggjast á hræ, að þeir eigi ekki völ á lifandi síli, t. d. láta þeir nýrekna loðnu óhreyfða, ef nóg er af henni lifandi. En þegar sulturinn sverfur að er allt etið, sem tönn festir á, jafnvel þeirra eigin bræður, eða hunda- eða tófuhræ.1) 1) Sem dæmi þess, hve fuglar aðþrengdir af hungri leggja sér til munns ólíka fæðu þeirri, er þeir veiða sér til matar, vil eg geta þess, að fálkar hafa sést hér á sjóreknum kindarskrokkum í félagi með svartbak og hrafni og einu sinni lðgðust þeir á höfrungslík. Þá er eigi síður vert að geta þess, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.