Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 16
10 NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN iiimiimiimimiimmmmmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit um helmingnum annari. — Hugsið ykkur tré, sem öðrum megin bæri reyniviðarblöð og hvít, ilmandi blóm, en hinum megin þyrna og rauðar rósir. Slíkt kynjatré vilduð þið eflaust gjarnan hafa í skrúðgarði ykkar til heimilisprýði og ekki er loku fyrir skotið, að einhvern tíma takist að framleiða það. Þetta mun þykja ótrú- legt, en margt ber við undarlegra en þetta í náttúrunnar ríki. Æði- margt af því, sem áður var talið óframkvæmanlegt eða jafnvel galdrar, er nú orðið að veruleika. Hjá hjúpgræðlingunum er ekki heldur um eiginlega kyn- blendinga að ræða; hver fruma tilheyrir aðeins annari af tegund- um þeim, er græddar voru saman. Samgræðlingur af þessu tagi var framleiddur árið 1908 í bænum Túbingen, og virtist vera kynblendingur tómats og náttskugga. Hafði tómatplanta verið grædd á náttskugga-stofnplöntu. Síðan var samgræðlingurinn þverstýfður á samgræðslustaðnum. Upp af sárfletinum uxu alls 14 sprotar. Af þeim voru 8 hreinir náttskuggasprotar, 5 tómat- sprotar og 1 samgræðslu-kynblendingur. Laufblöð kynblendings- ins líktust náttskuggablöðum, en bikarblöðunum og lögun og lit krónublaðanna brá til beggja foreldra. Plantan hafði sömu lykt og tómatplanta, og var hærð á sama hátt. Tilbrigði þetta var nefnt Solanum túbingense, vakti mikla eftirtekt og var fyrst í stað álitið kynblendingur. Baur og Winkler sönnuðu samt brátt að svo var eigi og sýndu fram á að hér væri að- eins um samgræðlinga að ræða. Jurtin var skrítilega sköpuð. Húð- in var mynduð af tómatvef eingöngu, en allt hið innra var nátt- skuggi. Það má líkja plöntunni við fót klæddan í sokk, tómatvef- urinn lá eins og hjúpur um náttskuggavefinn eða „kjarnan". Skýringin á þessu einkennilega fyrirbrigði liggur í því, að brumhnapparnir á sárfletinum eru myndaðir af fleiri en einni frumu. Ein fruman getur þá orðið ættmóðir húðarinnar, en það sem innundir er, getur verið myndað af annari frumu. í dæminu á undan var þá húðin mynduð af tómatfrumum, en hitt hafði þróazt af frumum náttskuggans. Auðvitað getur náttskugginn líka orðið yzt sem hjúpur um tómatinn, og eru því skilyrði fyrir mikla fjölbreytni meðal hjúpgræðlinga. Hjúpurinn getur einnig verið misþykkur, byggður úr einu eða fleiri lögum af frumum. Rannsóknir á afkvæmum hjúpgræðlinga sanna líka, að þeir eru aðeins samgræðlingar, en ekki kynblendingar. Afkvæmin verða nefnilega alltaf eins og annað hvort foreldranna, en milliliðir koma ékki fram við kynæxlun. Hverju foreldranna afkomend-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.