Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 iiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiz Gróðurrannsóknir á Hesteyri og í Aðalvík. Sumari'ö 1936, í ágústmánuði, fékkst eg við gróðurathuganir á Vestfjörðum. Dvaldi eg fyrst á Hesteyri og fór síðan að Sæbóli í Aðalvík. Safnaði plöntum á báðum þessum stöðum og einnig nokkuð á ísafirði. Vetrarríki er mikið á þessum slóðum, og voru snjóskaflar skammt frá sjó, t. d. á Hesteyri. Gróður er samt tals- verður, og er sérstaklega mikið af burknum, stóðu grænir brúsk- arnir hvarvetna við hlíðarræturnar og mynduðu þar sumsstaðar heil burknabelti, einkar fögur. Aðaltegundin er þúsundblaðarós (A. alpestre). Er víða burknagróður mikill á Vestfjörðum; gægjast grænir burknatopparnir allsstaðar fram á rökum stöðum milli steina, því að víða er grýtt, og svo í skógarkjarri þar sem það finnst ennþá. Á Hesteyri er lítið undirlendi og gróðurinn því að miklu leyti í fjallshlíðum, og varla um vatnagróður að ræða. í Aðalvík er meira láglendi, talsverðar engjar og dálítið stöðu- vatn fyrir neðan prestsetrið ,,Stað“. Ýmsar túnplöntur, sem víð- ast hvar á landinu eru algengar, eru sjaldgæfar á þessum stöðum, t. d. smári, vallhumall, njóli o. fI., og snarrótarpunt vantar hér eins og víða á Vestfjörðum. Niður við sjóinn í Aðalvík eru stórir mýraflákar þar sem mýrafinnungur (Scirpus cæspitosus) er aðal- grasið. Annars eru algengustu engjaplönturnar þessar: ígulstör, vetrarkvíðastör, hengistör, mýrastör, gulstör, hárleggjastör, mýra- finnungur, klófífa, hrafnafífa, horblaðka og engjarós. Á Hesteyri er dálítið birkikjarr í hlíðinni innan við síldar- verksmiðjuna, en fremur er það smávaxið, enda ógirt og auðsjá- anlega talsvert sligað af snjóþyngslum. I kjarrinu er berjaland mikið og burknagróður. Burknategund ein, hlíðaburkni, (Cryptogramme crispa) vex á Hesteyri og hvergi annars staðar á landinu svo kunnugt sé. Árni Friðriksson meistari fann plöntu þessa haustið 1932. Sumarið eftir sá eg þessa nýju tegund á sama stað, án þess þó að vita um fund Árna, og síðastliðið sumar athugaði eg gróður á þessum slóð- um og skoðaði aftur fundarstaðinn. Vex mikið af burknum þarna í brattri, klettóttri fjallshlíð fyrir ofan og utan síldarverksmiðj- una. Klettahlíðin liggur móti vestri og suðvestri og blasa klettarn- ir við Hesteyraránni og þorpinu á Hesteyri, Sá eg mest af burkn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.