Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 iiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiz Gróðurrannsóknir á Hesteyri og í Aðalvík. Sumari'ö 1936, í ágústmánuði, fékkst eg við gróðurathuganir á Vestfjörðum. Dvaldi eg fyrst á Hesteyri og fór síðan að Sæbóli í Aðalvík. Safnaði plöntum á báðum þessum stöðum og einnig nokkuð á ísafirði. Vetrarríki er mikið á þessum slóðum, og voru snjóskaflar skammt frá sjó, t. d. á Hesteyri. Gróður er samt tals- verður, og er sérstaklega mikið af burknum, stóðu grænir brúsk- arnir hvarvetna við hlíðarræturnar og mynduðu þar sumsstaðar heil burknabelti, einkar fögur. Aðaltegundin er þúsundblaðarós (A. alpestre). Er víða burknagróður mikill á Vestfjörðum; gægjast grænir burknatopparnir allsstaðar fram á rökum stöðum milli steina, því að víða er grýtt, og svo í skógarkjarri þar sem það finnst ennþá. Á Hesteyri er lítið undirlendi og gróðurinn því að miklu leyti í fjallshlíðum, og varla um vatnagróður að ræða. í Aðalvík er meira láglendi, talsverðar engjar og dálítið stöðu- vatn fyrir neðan prestsetrið ,,Stað“. Ýmsar túnplöntur, sem víð- ast hvar á landinu eru algengar, eru sjaldgæfar á þessum stöðum, t. d. smári, vallhumall, njóli o. fI., og snarrótarpunt vantar hér eins og víða á Vestfjörðum. Niður við sjóinn í Aðalvík eru stórir mýraflákar þar sem mýrafinnungur (Scirpus cæspitosus) er aðal- grasið. Annars eru algengustu engjaplönturnar þessar: ígulstör, vetrarkvíðastör, hengistör, mýrastör, gulstör, hárleggjastör, mýra- finnungur, klófífa, hrafnafífa, horblaðka og engjarós. Á Hesteyri er dálítið birkikjarr í hlíðinni innan við síldar- verksmiðjuna, en fremur er það smávaxið, enda ógirt og auðsjá- anlega talsvert sligað af snjóþyngslum. I kjarrinu er berjaland mikið og burknagróður. Burknategund ein, hlíðaburkni, (Cryptogramme crispa) vex á Hesteyri og hvergi annars staðar á landinu svo kunnugt sé. Árni Friðriksson meistari fann plöntu þessa haustið 1932. Sumarið eftir sá eg þessa nýju tegund á sama stað, án þess þó að vita um fund Árna, og síðastliðið sumar athugaði eg gróður á þessum slóð- um og skoðaði aftur fundarstaðinn. Vex mikið af burknum þarna í brattri, klettóttri fjallshlíð fyrir ofan og utan síldarverksmiðj- una. Klettahlíðin liggur móti vestri og suðvestri og blasa klettarn- ir við Hesteyraránni og þorpinu á Hesteyri, Sá eg mest af burkn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.