Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111111111 í 1111111111111! 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,111 (1, 1111,11111 (M11,1,,, ((((, I, I, I,, I (, I!,,,, (t; (r r: c;
hálffallinn sjó. Var og veiðin stundum mikil, allt að 50—70 fisk-
ar á fjöru, þegar mest var.
Skal þá minnast á laxveiðina eftir þennan útúrdúr. Meðfram
Þverá í Borgarfirði var mikið svartbaksflug í mínu ungdæmi.
Varp hann þá mikið í Hólmavatni á Grjóthálsi, upp frá Höfða í
Þverárhlíð, og einníg eitthvað fram á Tvídægru. Lá því leið hans
nálægt ánni, er hann sótti til sjávar frá varpstöðvunum í ætis-
ieit. Á vorin í júní, þegar vatnsmagn árinnar var lítið, sat hann
oft á grunnum brotum úti í ánni og skyggndist eftir fiskigöng-
um. Fór þá laxinn oft í torfum upp árnar. Réðst svartbakurinn
á laxinn á brotinu með vængjaslætti og hinum mesta atgangi.
Mun laxinum hafa fatast stefnan við læti þessi og stundum hafa
gengið sjálfkrafa upp á grynningar og fuglinn ráðið þar niður-
lögum hans. Stundum drap fuglinn hann áður en á grynningar
kom, og var bardaginn þá oftast skammur. Hygg eg að fuglinn
hafi þá höggvið gogginum í haus laxinum og dregið þannig allan
mátt úr honum, eða rotað hann. Eru öll líkindi til, að fuglinn hafi
skynjað þann stað, sem laxinn var veikastur fyrir. Flestir þeir
laxar, sem eg sá svartbakinn draga, voru ekki meir en ca. 8 pund.
Þó man eg eftir 12 punda laxi, er eg tók af honum. Heyrði eg
getið um stærri laxa, sem fuglinn hefði dregið. Þarf fuglinn ekki
lítið átak og snarræði til þess að ráða niðurlögum slíkra fiska, er
þeir eru að ganga upp árnar nýkomnir úr sjónum. Dróg svart-
bakurinn mest um varptímann, — sennilega þá hungraðastur, —
og mun mest hafa kveðið að þessari veiði í Þverá og þó einkum í
Örnólfsdalsá framan Norðtungu. Rennur áin þar á eyrum í smá-
kvíslum. Var mér sagt, að áður fyrr hefði á vorin, er áin var lít-
il, verið „vakað yfir ánni“, — unglingur látinn vaka á nóttunni
og hafa gætur á, hvort svartbakurinn dró, og vera þá viðbúinn
að taka veiðina af honum. Þótti þetta starf borga sig þá.
Eg hefi verið nokkur ár hér við Laxá í Laxárdal og er sú á
oft mjög vatnslítil á sumrum og þá laxganga töluverð eftir henni,
en ekki hefi eg orðið þess var, að svartbakurinn dragi þar lax, og
er þó fjöldi hans meiri og aðstaða hans þar engu lakari en við
Þverá. Fjöruæti er þar reyndar nærtækara og hann mun taka sil-
ung við árósana. Virðist svo að ekki séu allir svartbakar jafn-
miklar laxveiðiklær og að það sé mjög óvíða, að fuglinn taki miðl-
ungslaxa úr ám. Hafa ekki ef til vill nema nokkrir einstaklingar
skilyrði til þess og ganga þeir hæfileikar þá sennilega í erfðir og
þroskast við æfingarnar og kennslu hinna eldri fugla.