Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN 45 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII sóknum hans og félaga hans þá varð neikvæður. Hann fann ekkert móberg, sem myndazt hafði við bað eldgos, og þ.essvegna var gerður út þessi leiðangur 1936. Hér er ekki hægt að gera nánar grein fyrir þessari ritgjörð, en um niðurstöður þær, sem höfundarnir komast að, verður að nægja að taka þetta fram: Það eru til tvenns konar eldgos, kraftmikil (energirige) og kraftlítil (energifattige). Við þau fyrrnefndu myndast sama sem ekkert af hraunum, þannig var Vatnajökulseldgosið 1934, sem bræddi um 10 teningskílómetra af ís og spjó ösku og gufu um 15 kílómetra í loft upp. Við hin kraftminni gos myndast hraunin. Móbergið g.etur myndazt sem „lagberg" á hvaða tíma sem er, ef basaltglerkorn þau, sem helzt einkenna það, eru fyrir hendi. Basaltgler-kornin myndast við veðrun basaltglers, ýmist þar sem það hefir myndast uppruna- lega, eða þar sem það er niður komið seinna, fyrir áhrif og um- brot náttúruaflanna. Walter Iwan: Beobachtungen am Drangajökull, NW-Island. Zeitschrlft der Gesellschaft fur Erd- kunde zu Berlin, 1936, Nr. 3/4. Höfundurinn hefir áður skrifað bók um Island (Island, Berlin 1935), hennar er getið í Náttúrufræðingnum, VI. árg., bls. 107. Hér birtist árangurinn af rannsóknum hans á Drangajökli og umhverfi hans 1935. Höf. bendir á, að jökullinn hafi minnkað mjög á síðari tím- um, eins og ljóst verður, ef gerður er samanburður á eldri og nýrri kortum af því svæði, sem hann þekur. Lítið mun þó vera á eldri kortum að græða. Jökullinn er nú um 200 ferkm., og af þeim fleti er aðeins 125 ferkm. fyrir ofan snjólínuna, sem er tæpl. í 500 m hæð að norðan, og um 650 m að sunnan. Ennfremur sýnir höf. fram á, að vegna þess hve landið, sem jökullinn hvílir á, er flatt, minnkar hann stórum að flatarmáli, ef snjólínan færist eitthvað ofar. Að öðru leyti verður ekki þessi ritgjörð rakin hér. A. C. Hardy, C. E. Lucas, G. T. D. Henderson and J. H. Fraser: The Ecological Relations be- tween the Herring and the Plankton investigated with the Plankton Indicator. Journ. of the Mar. Biol. Ass. of the United Kingdom, Vol. 21, No. 1. 1936. Þessarar ritgjörðar er ekki minnst hér vegna þess að hún fjalli um íslenzka náttúrufræði, heldur af því, að efni hennar,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.