Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 iiiiiiiiiiiiMiiiimiimmiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiimimiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmmiimiiiiiimiiiiiiimiii urnir líkjast, fer eftir því hvort þeirra myndar kynfrumurnar. Þær myndast venjulega í næstyzta frumulagi plöntunnar. Ef þetta lag er af tómatvef gert, þá verða niðjarnir tómatplöntur, en sé það byggt af náttskuggavef verða afkomendurnir hreinir nátt- skuggar. Ef toppurinn er skorinn af hjúpgræðling, þá líkjast sprotar þeir, er vaxið geta upp af sárfletinum algjörlega öðru hvoru foreldra hjúpgræðlingsins, en ekki honum sjálfum. Þetta stafar af því, að brumhnappar sárflatarins myndast djúpt í vef plöntunnar og ryðja smám saman efri frumulögunum ofan af sér. Innri vefur hjúpgræðlingsins kemur fram í dagsljósið. Fræg er plantan Bouwardía, af garðyrkjumönnum oft nefnd „Bridesmaid". Hún hefir Ijósrauð blóm. En ef rótarsprotar af henni vaxa upp og bera blóm, þá verða þau ekki ljósrauð, heldur skarlatsrauð. „Hogarth" nefnist þetta afbrigði. Skýringin á þessu fyrirbrigði er sú, að hnappar þeir, sem rótarsprotarnir vaxa upp af, myndast langt inni í rótarvefjunum og brjótast svo út í gegn- um ytri frumulögin og smeygja þeim af sér. Plantan er því eins- konar náttúrlegur hjúpgræðlingur. Margar ræktaðar plöntur hafa reynzt vera samgræðlingar, t. d. ýmsar pelargóníutegundir, „Flórens undrið“, þyrnimispill og Adams gullregn. Þyrnimispill (Crataegomespilus) hefir þyrni- kjarna og mispils-húð utanum. Þetta sést greinilega í þverskurð- armyndinni. Húð hvítþyrnisins er mynduð af einu frumulagi, en húð mispillsins af fleiri lögum. Samgræðlingurinn, í miðjunni á myndinni, hefir auðsjáanlega mispilshúð og þyrnikjarna. Adams gullregn er samsett af tvennskonar vef, Cytisus la- burnum-vef í miðjunni og utanum er svo vefur byggður af ein- tómum Cytisus purpureus-frumum. Þetta er með öðrum orðum pupuraklæddur Adam. Kartöflur eru stundum einskonar hjúpgræðlingar. Séu augun skorin burtu, myndast nýir brumhnappar dýpra í kartöflunni, og kemur þá alloft fyrir, að sprotar þeir, sem þá vaxa upp, eru öðru- vísi en vant er. Þesskonar kartöflur eru oftast ekki einlitar, held- ur rákóttar eða með dílum. Takmörkin milli hjúpgræðlinga og geiragræðlinga eru stundum óglögg og milliliðir eru talsvert al- gengir. (Sjá myndina). Við stökkbreytingu (Mutation) geta komið fram plöntur mjög áþekkar samgræðlingum. Ef stökkbreytingin fer fram í brum- hnappi, getur blað, sem upp af honum vex, orðið tvílitt eða marg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.