Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 4
130 NÁTTURUFRÆÐIN GURINN sjálfum sér tapast. Þegar svo þessi líffæri ekki gela lengur full- nægt þeim kröfum, sem til þeirra eru gerðar, þá bila þau. Öll byggingin lirynur saman, maðurinn deyr. Öll líffæri, allar lifandi verur, eru gerðar af frumum. Sumar aðeins af einni frumu aðrar af mörgum. Þannig greinum vér á milli einfrumunga og fjölfrumunga. Frumur eru af ýmsum gerð- um ,og stærðum og geta haft margvíslega eiginleika til að hera og ólik hlutverk að rækja. Starfsemi líffæris eða h'fveru byggist á starfsemi frumunnar eða frumanna, sem það eða hún er hygð af. Orsök þess, að lífæri eða lífvera eldist og deyr, hlýtur því að liggja i því, að þessar frumur eldast og deyja. Það er þvi eðlilegast að athuga fyrst alveg sérstaklega aldur og dauða einfrumunganna. Við það að athuga aldur einfrumunganna komumst vér fljóllega að mjög merkilegri og óvæntri niðurstöðu. Vér verðum nefnilega i vandræðum með það að á- kveða takmörk einfrumungsæf- innar. Vér getum ekki sagt með vissu, hér byrjar líf einfrum- ungsins og þarna endar það. Við skulum taka dæma: Þeg- ar gerilfruman á mynd 1 hefir náð vissri lengd skiptir hún sér . , TT.. . , . . í tvo jafna Iiluta. Hvor liluti 1. mynd. Voxtur og skipting ger- . " . ilfrumunnar. íy1'11’ S1S heflr alla elSllllelka móðurfrumunnar, vex upp i fulla stærð og skiptir sér að ný.ju. Þannig heldur þelta áfram i það óendanlega. Við hverja skiptingu verður einn einstaklingur að tveimur og getur hvorugur talizt vera afkvæmi hins. J>eir eru jafngamlir og hvorugur nær dauðanum en hinn. Auðvitað gela þeir dáið af ýmsum utanaðkomandi orsökum, s. s. af næringar- skorti, hita, eiturverkunum o. fl., eu það eru ómótmælanlega möuleikar til þess að þeir lifi óendanlega lengi á þennan hátt. Það er því ekki hægt að tala um lcynslóðir einfrumunga og ættliði lieldur er hér um stöðugan og óslilinn vöxt að ræða. Það má þess- vegna lita svo á, að einfrumungarnir séu ódauðlegir. Er sú skoð- un kennd við þýzka vísindamanninn Weismann. Samskonar fyrirbrigði og hjá einfrumungunum má finna hjá nokkrum fjölfrumungum. Tökum sem dæmi græuþörungiun Eudorina á mynd 2. Hver einstaklingur er gerður af 32 frumum (mynd 2 a). Á fimm daga fresti skipta þessar frumur sér þannig, að liver þeirra verður að 32 frumum (mynd 2 h) sem til samans

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.