Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 32
158 XÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í lok ])essa mánaðar eru þeir allir horfnir. 12. júni. Sá 6 stara austur á Heppu, voru mjög órólegir, stund- um að tína, en þutu þess á milli upp á símavír. 14. s. m. Sá enn 12 stara á sama stað. Þeir eru mun styggari um þetta leyti. 14. júlí. Sá 2 stara, er sátu á girðingu austur á Heppu. 25. ágúst. Sé nokkuð oft talsvert af störum, en þeir dreifa sér í smá liópa (fjölskyldur?). Sá þó 13 í einum hóp í dag, og þar af voru 9 áberandi ljósari á höfði, og fiðrið ekld með slikju. (Voru það ungar?). (i. sept. Sé starana daglega, þó aldrei fleiri en 13, það virðist vera sami hópur og ég sá 25. ágúst. Halda mikið til á túni Guðna Jónssonar, eru þar i ætisleit og haga sér likt og sagt er að þeir geri ,á ökrum erlendis: hópurinn gengur greitt áfram, en öftustu fugl- arnir fljúga stöðugt fram fyrir. 9. sept. Stararnir eru nú 20. 6. okt. Þeir eru ennþá 20. Ekki get ég greint nema 8, sem eru ijósleitari og með slikjnlaust fiður. 29. nóv. Var að heiman i iiálfan annan mánuð. En um miðjan þ. m. taldi konan mín 44 stara á símavir. I dag sá ég 52 á Hepp- unni. Veður var gott og þeir sungu mikið. 1941. 3. marz. Stararnir hafa fram að þessu verið í góðu standi, að því er i)ezt verður séð, og borið mikið á þeim hér i kauptúninu. Snemma í febr. sá ég 52, þeirri tölu lialda þeir enn og eru fjörugir og fallegir, þnátt fyrir mikla kulda, storma og snjó síðast í febrú- ar. Jafn slæm vetrarveðrátta hefur áreiðanlega ekki lcomið síðan stararnir fóru að vinna sér þegnrétt liér -— og mér þótti því vænt um að sjá þá alla aftur, þessa litlu landnema. Eftir þvi, sem Jengra leið út á og hlýnaði af sól, urðu þeir glað- værari og órólegri Loftnelin eru þeirra uppálialds „sæti“. Oft sitja þeir mjög þétt saman, helzt upp við stöngina -— og getur þá loft- netið litið út eins og hleklcjafesti — til að sjá. Snemma í apríl varð ég þess var að minna bar á þeim en áður, og um eða upp úr 20. þ. m. voru þeir alveg horfnir. Eg reyndi að spyrjast fyrir um þá, en án árangurs. Þó gat hugsast að menn yrðu þeirra varir, en skoðuðu þá sem „aðra smáfugla“. 13. júní. Maður hér í kauptúninu, Sigurður Eymundsson í Haga, segir mér nú að liann liafi fundið starahreiður með eggjum í Ægi- siðuhólma, sem er hér i firðinum skammt inn með landi. Sig. er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.