Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 13
NÁTTURUFRÆÐINGURINN 139 8. Smyrill (Falco columbariiis subaesalon Brelim). 28. nóv. 1938 skaut ég ungan smyril (karlfugl) við fugla- búrið í garðinum við hús mitt hér á Akureyri. Sótti hann fast á búrið og smáfuglana, sem hann sá í því. 20. okt. 1939 skaut ég aftur smyril í sama garðinum. Var það fullorðinn karl- fugl. Var hann búinn að flækjast hér um í alllangan tíma, i Gróðrarstöðinni og trjágörðum i hænum, bilaður á væng og bæklaður á fæti, en gat þó vel bjargað sér. 20. nóv. 1939 sá ég enn smyril (ungan fugl) við fuglabúrið i garði mínum, og 19. des. 1939 sá ég loks ungan smyril, sem var að elta auðnu- tittlinga i trjágarði hér í hænum. 9. Grágæs (Anser anser (L.)). Árið 1938 sáust fyrstu grágæsirnar 11. apríl. 10. Urtönd (Anas crecca crecca L.). Árið 1938 sáust fyrstu urtendurnar 14. apríl, en árið 1939 15. apríl, í hæði skiptin hér í hólmunum. 11. Rauðhöfðaönd (Anas penelope L.). Árið 1938 sáust fyrstu rauðhöfðaendurnar 16. apríl, en 1939 17. apríl. 12. Grafönd (Anas acuta acuta L.). Árið 1938 sá ég fyrstu grafendurnar 12. apríl, en 1939 sá ég fyrstu grafendurnar, hér á leirunum, 9. apríl. 13. Duggönd (Aythija marila marila (L.)). Árið 1938 sá ég fyrstu duggendurnar 12. apríl, stóran hóp hér á höfninni. Árið 1939 sáust þær fyrstu 19. apríl. 14. Húsönd (Bucephala islandica (Gmelin)). 27. marz 1939 var skotið húsandarpar hér á höfninni, og 13. apríl 1939 voru nokkrar húsendur á pollinum. 15. Straumönd (Histrionicus histrionicus histrionicus (L.)). 20. april 1939 sáust nokkrar straumendur hér á pollinum. 26. maí 1939 voru straumendur að mestu liorfnar af ])ollin- um, og sáust þar um það leyti varla aðrar endur en hávellur. 16. Æðarkúngur (Somateria spectabilis (L.)). I maímánuði 1939 var mér sendur æðarkóngur, sem hafði veiðst í rauðmaganet austur við Tjörnes á Skjálfanda. 17. Hrafnsönd (Melanitta nigra nigra (L.)). Árið 1939 sáust fyrstu lirafnsendurnar hér á pollinum 28. apr.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.