Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 34
1(60 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 24. nóv. sá ég 95 stara á símavír hér. Það er liér um bil helmingi meira en nokkurn tíma áður og bendir frekar til þess að þeir f jölgi kyni sínu og uni hag sínum. Ingólfur Davíðsson : Ný íslenzk jurtategund. Flæðarbúi (Spergularia salina Presl). Síðari liluta júlimánaðar 1942, var ég í grasaferð um Suður- •ej'jar á Breiðafirði. í Purkey og Efri-Langey fann ég nýja jurt, arfaættar sem reyndist vera Spergularia salina. Vex hún við víkur og voga, rétt í flæðarmálinu — ýmist einvörðungu eða innan um sjávarfitjung (Puccinellia maritima). Er venjulega leirjörð við vogana og gægðist jurtin þat- sumsstaðar útundan gömlum þara- hrönnum. Þetta er lítil jurt 3—5 cm á hæð að jafnaði; stærsta ein- takið 7 cm. Blöðin gagnstæð, striklaga og kjötkennd, stöngullinn dálítið flatvaxinn, greinóttur frá jörðu. Axlablöðin eru livítleit og himnukennd, samvaxin að neðanverðu. Blómstilkarnir standa í öxlum greinanna eða efri blaðöxlum. Blómin 5 deild, 3 stilar. Krónublöðin hvít, ekki lengri en bikarinn. Hýðisaldin, heldur lengra en bikarinn. Var jurtin víðast aldinbær, þegar ég sá liana 23. og 24. júlí. Mætti hún heita flæðarbúi, eftir vaxtarstaðnum. Flæðarbúinn er algengur í Noregi og Danmörku, en hefir ekki fundizt í Færeyjum. Er hann all-breytilegur að úlliti. Krónublöðin eru t. d. oft rauðleit og lengri en bikarinn (iá Norðurlöndum), og fræin ýmist vængjuð eða án vængja. — Hefir hér bætzt nýr borg- ari í lióp íslenzkra blómplantna. Af fremur fágætum jurtum, sem ég siá í eyjunum má nefna: Keldustör (Carex magellanica) í Efri-Langey og Arney; skriðstör (Carex norvegica), sem vex víða um eyjarnar, og móastör (Carex rupestris) í Ólafsey. Elóastör (Carex limosa) má heita algeng, Mýraberj alyng (Vaccinium Oxycoccus f. microcarpus) sá ég á einum stað í Öxney. Fjelagsprentsmiðjan li.f.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.