Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 ég setti upp. Þegar svo pollinn lagði, liurfu þeir alveg, og sá- ust ekki það, sem eftir var vetrar. Af því, sem hér hefir verið sagt, er augljóst, að hingað að Norðurlandi liefir komið haftyrðlaganga mikil. Ekki har þó mikið á að þeir flygu á land, eins og oft kemur þó fyrir, er þeir lirekjast undan stórhríðum. Eitthvað fannst þó af ræfl- um úti um sveitir. Kringum Húsavík fundust t. d. nokkrir dauðir, og í febrúar voru mér séndir 2 liaftyrðlar, sem liöfðu fundist dauðir langt fram í Reykjadal í S.-Þing. En sumarið 1939 fékk ég merkilegar fregnir af landkönnun haftyrðlanna. í júlí þá um sumarið fór Edvard Sigurgeirsson, Ijósmyndari á Akureyri, ásamt tveimur mönnum öðrum, upp í öræfi og alla leið upp í Öskju. I Öskju fundu þeir ræfil af liaftyrðli, er þeir voru staddir þar þann 11. júlí, og sama dag fundu þeir annan liaftyrðilsræfil sunnan i Dyngjufjöllum. Seinna'í júlí fór Edvard aðra ferð á sömu slóðir, og fann þá (24. júlí) enn einn ræfil af liaftyrðli vestan í Trölladyngju ofarlega, ekki langt frá gígharminum. Þessir síðastnefndu fundarstaðir haftyrðilsins sýna liezt, hví- líkan óraveg liann getur flogið, ])egar liann er orðinn villtur, og hvað mikil þrautseigja cr í þessum smávaxna fugli. Mér finnst einna trúlegast, að þessir liaftyrðlar hafi flogið inn frá söndunum fyrir hotni Skjálfandaflóa, og svo suður Bárðardal eða Aðaldal og Reykjadal, og svo suður óhyggðir alla leið upp í Trölladyngju og Öskju.1) Samkvæmt uppdrætti fslands er vegalengdin frá hotni Skjálfandaflóa upp í Öskju um 130 km. Þegar liaftyrðlar hafa setzt á landi, hefur mér virzt svo sem þeir gætu eklci hafið sig til flugs, nema þeir kæmust á vatn, og mætti því ætla, að þeir liafi flogið alla þessa leið i einum áfanga. 1) 1 sambandi við þessa frásögn Kr. Geirm. vil ég leyfa mér að birla hér eftirfarandi kafla lir bréfi lil mín frá Kára Tryggvasyni, Víðikeri í Bárðardal, dags. 18. jan. 1940: „Síðastliðinn vetur (þ. e. veturinn 1938 —1939), nálœgt áramótum, mun allstór hópur haftyrðla hafa hrakizt fyr- ir stórviðri hingað inn i Bárðardalinn. Sáust fuglarnir frá mörgum bœj- um, bæði dauðir og hálfdauðir af kulda og vosbúð. Einn þessara vesa- linga fannst hér rétt við bæinn i Víðikeri, þegar stórhríðinni slotaði. Tók ég hann og bar i húsaskjól. En hann var ófáanlegur til þess að þiggja nokkra næringu, og sálaðist fljótlega." Finnur Guðmundsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.