Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 22
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vel af því, sem reynt liöfðu, og ég átti tal við. Einkum töldu þeir ágætt, að blanda Botnsbrandi og enskum kolum saman. Mér er kunnugt um að Botnsnáma er ekkert gróðafyrirtæki. Það liefir lieldur aldrei verið hugmynd þeirra, sem láta vinna námuna, að græða á henni. Þeir liafa notið nokkurs styrks frá því opinbera, einkum til vegagerðar, frá aðalveginum og til nám- unnar. Og heimkeyrt hafa þeir selt surtarbrandstonnið á 110.00 kr. — Nokkrir athafnamenn hafa viljað fá úr þvi skorið, hvort ekki mætti bjargast sæmilega við islenzkt surtarbrandseldsneyti, ef skortur erlendra kola yrði liér í landi, eða verð þeirra óviðráð- anlegt almenningi. Þeir hafa vandað meir til verksins, en áður hefir tiðkazt lijá oss. Vanir menn starfinu liafa verið ráðnir, og beztu vinnslutæki keypt. Mér virðist ástæða til, að ekki sé skellt skolleyrunum við þeirri reynslu, sem nú fæst af rekstri Bolns- námu, því, er ekki liklegt, að svo geti nú bráðlega farið, að ráð- legt þyki, eða jafnvel nauðsjmlegt verði, að hefja surtarbrands- nám að nýju víðar en í Botni? Þorsteinn Einarsson: Nýr fugl. Stórtyppt sefönd (Podiceps cristatus cristatus (L.)). í janúar 1939 fékk Friðrik Jesson, iþróttakennari í Vestmanna- eyjum, fugl, sem skotinn liafði verið 12. s. m. hér við Heimaey. Sá, er skaut fuglinn, þólti hann sérlega fagur og gerði þvi Friðriki orð, þar eð liann vissi Friðrik safna fuglum og setja upp. Var fljótt hægt að ganga úr skugga um að hér var um sefand- artegund að ræða, og við ákvörðun á fuglinum eftir fuglabók dr. Bjarna Sæmundssonar leit helzt út fyrir að þella væri stóra sef- önd, en stærðar- og litareinkenni fuglsins samrímdust þó ekki einkennum hinnar evrópeisku undirtegundar stóru sefandarinnar (Podiceps griseigena griseigena (B o d d.)), og það sama kom einn- ig greinilega í Ijós við samanburð á stóru sefönd, sem náðst hafði hér við Vestmannaeyjar veturinn 1938, og sem ég álít að verði að teljast til þeirrar undirtegundar. Bjarni Sæmundsson getur þess í kaflanum uin stóru seföndina í bók sinni, að þeir fuglar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.