Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 12
138 NÁTTURUFRÆÐINGURINN 2. Auðnuíittlingur (Carduelis flamméa ?subsp.). Veturinn 1937-1938 var alltaf töluvert af auönutittlingum í trjágörðum hér á Akureyri, og stundum allmikið. Alllaí' þeg- ar blotar komu, brást það varla, að þeim fjölgaði að mun, en þess á milli smáfækkaði þeim. Um mánaðamótin april og maí 1938 lieyrði ég lil auðnutittlingsunga frá því þá um vorið í gróðrarstöð Ræktunarfélagsins. Veturinn 1938 og 1939 voru auðnutittlingar liér alllaf af og til, en þó var flest af þeim í marzmánuði. 3. Maríuerla (Motacilla alb'a alba L.). Árið 1938 sá ég fyrst maríuerlur 26. apríl, en 1939 27. apríl. 4. Skógarþröstur (Turdus musicus coburni Sliarpe). Veturinn 1937—1938 var liér afarlílið af skógarþröstum, stundum aðeins einn og einn á stangli. Vorið 1938 bvrjuðu þeir að koma hingað þann 14. apríl, nokkrir fuglar. 15. apríl fjölg- aði þeim mikið, en flest kom af þeim 16.-17. april. Véturinn 1938—1939 sást bér ekki einn einasti skógarþröstur. Árið 1939 sá ég fyrsta skógarþröstinn 2. apríl, aðeins einn fugl. Síðan voru þeir að smátínast hingað, en fjölgaði þó ekki daglega svo nokkru verulegu næmi, þar lil 17. apríl að þeim fjölg- aði að mun. 5. Snæugla (Nyctea scandiaca (L.)). 20. des. 1937 var ung snæugla (lcvenfugl) skotin á Vaðla- lieiði. Önnur snæugla var skolin í Köldukinn í S.-Þing. 15. júiií 1939. Var ]iað gamall fugl, Iiér um bil livitur. Loks sást snæ- ugla 28. ágúst 1939 austur á Fljótsliéraði í S.-Þing. 6. Brandugla (Asio flammeus flammeus (Pontoppidan)). I Köldukinn í S.-Þing. var skotin ung brandugla (karlfugl) 25. júlí 1938. Önnur var skotin frammi í Eyjafirði 2. nóv. 1938 og var ]>að fullorðinn karlfugl. I sama mánuði var mér send brandugla austan úr Bárðardal. Hún liafði náðst 29. nóv. Branduglur sjást nokkuð oft i Bárðardalnum og þó helzt í Köldukinn, og grunur leikur á, að þær verpi þar. 7. Hvítfálki (Falco rusticolus candicans Gmelin). I ágúst og fyrst i sept. 1939 sást af og lil hvítfálki í Aðal- dalshrauni í Aðaldal i S.-Þing. 15. nóv. 1939 var skotinn Iivít- fálki, fullorðinn karlfugl, i Búrfelli austur af Húsavík.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.