Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
73
I. mvnd: Rússnesk freðmýri (,,Rúst“).
02' niikln meiri í Suður-Rússlandi en liér. Meðalárshitinn er að vísu
o
liinn sami. En sumarið er miklu lilýrra þar en hér, og það gerir
gróðurmuninn. Vetrarkuldinn gerir minna til, sumarhitinn ræður
mestu. Eftir hitaþörf er gróðrinum skipt niður í fjóra flokka.
E Gróður, sem þarf mikinn hita allt árið. Þrífst aðeins í hita-
beltinu og nágrenni þess.
2. Gróður, sem þolir nokkra liitalækkun hluta úr árinu (heit-
tempruðu beltin).
3. Gróður tempruðu beltanna. Þolir mikið lægri vetrarhita og
þarfnast nokkru minni sumarhita.
4. Kuldabeltisgróður. Þolir mjög mikinn vetrarkulda og lætur
sér nægja lágan sumarhita.
En ekki ræður hitinn öllu; vatnið eða rakinn er stórveldi engu
síður en hann. Ræður vatnið miklu um gerð gróðursins og er lion-
um samkvæmt vatnþörfinni skipt niður í fjóra flokka.
1. Vatnagróður, sem lifir eingöngu í vatni (nykrur, mari o. fl.)
2. Rakagróður, er vex í votlendi, eða að nokkru leyti í vatni
(Fergin, tjarnarstör o. fl.) Mest í hitabeltinu.
3. Hlutlaus gróður, eins konar millistig, þola livorki mjög mikla