Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 1. mynd: Myndin, sem gerð er eftir frummynd Huygens, sýnir 'ljósbrotið eins og það verður f ljósgeisla, sem fellur hornrétt :i kristallsflötinn OPQR. Geislinn AB klofnar í reglulega geislann BD og óreglulega geislann BC. hlið, eins og oft er komizt að orði. Séu nú hraðar þeir, sem ljósið berst með, þeir iömu beggja vegna sjtjaldsins, verður nýja ölduframhliðin samsíða þeirri fyrri. Séu aftur á móti iiraðarnir ólíkir, verður það til þess, að ölduframhliðarnar fá ólíkár stefnur sín á milli. Nú má vel hugsa sér, að ógrynni gata hefði verið á spjaldinu, eða öllu heldur, það getur ekki lireytt neinu, þótt alls ekki sé hafðt neitt spjald. — Til frekari skilnings er nú liægt að liugsa sér, að In ingaldan frá punktinum A sé komin til B, og leggur hún þar fram sinn skerf til ölduframhliðarinnar. Hefði opinu í A verið lokað, hefði ekki verið um sömu bylgjuhreyfingu að ræða í B, þ. e. a. s. ef um ljósöldur hefði verið að ræða, þá hefði orðið deyfing á ljósinu í B. Má því líta svo á, að ljósgeislinn hafi stefnuna AB að ljós- brotinu loknu. A þennan hátt skýrði Huy- gens fyrir sér ljósbrotið. Hefði sams konar skýring átt við með silfurbergið var auð- sætt, að ekki var nóg að gera ráð fyrir því einu, að sinn hvor geislanna hefði ólíka útbreiðsluhraðá innan silfurbergsins, sem lýsa mætti með kúluförum, sem Jrendust út í allar áttir (kúlulaga öldur). Olíkir ljóshraðar myndu að vísu valda tveim að- greindum geislum í siifurberginu, en báðir ættu Joeir að fylgja hinum almennu lögmálum um ljósbrot, en hér reyndist óreglulegi geislinn fara sínar eigin götur, sem meðal annars lýsti sér í snúningi myndarinnar með kristallinum. Huygens veitti Jjessu athygli og gerði sér ljóst, að af Jjví leiddi, að ekki gat komið til greina, að óreglulegi geislinn breiddist út eins og kúlulaga bylgja, jafnlnatt í allar áttir. Fór hann að athuga, hvort ekki mætti skýra hegðun óreglulega geislans með Jrví, að gera ráð íyrir að hann breiddist út eftir sporöskjufleti (ellipsoid)), Jr. e. fleti, sem fiest, Jjegar sporbaugur er látinn snúast um annan ás sinn (gott dæmi slíks flatar er jörðin, flötust til skautanna). Auðsætt er, að lega ása sporöskjuflatarins hlýtur að vera háð lögun kristallsins, ]). e. ásar 7*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.