Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 50
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN muni eigi geta eignast afkvæmi. En eftir að ég liafði kynnzt þeim, fannst mér alveg eins líklegt að hið gagnstæða gæti átt sér stað. Mér fannst — og finnst enn — eitthvað svo ótrúlegt við að dýr, sem búa yfir jafnmiklu fjöri og þau, og virðast gædd eins miklum lífsþrótti og h'fsgleði — liggur mér við að segja — sé það eigi áskapað, að geta viðhaldið ætinni, en það er þó aðalætlun „móður náttúru" með livern einstakling sem hún sendir út í heiminn. Og nú liefir „Móra“ sýnt, að lienni er ekki alls varnað í þeim efnum. Ekki er mér kunnugt um, að silfurrefur og íslenzkur fjallarefur hafi átt þau mök saman, að afkvæmi hafi orðið af, nema þetta eina dæmi, sem hér að framan er gert að umtalsefni. Ef svo er, að þetta séu einu kynblendingarnir af þessu tagi sem komið hafa fram á þenn- an liátt, þá er það talsvert þýðingarmikið atriði, hvort hægt er að láta blendingana eignast afkvæmi í eldi lijá mönnum, auk þess fróðlegt, einkum ef hægt væri að ala fram nýjan refastofn með sérkennum, og þá ekki sízt glæsilegum lit og hárafari. Svo virðist, sem „Gul“ hafi til að bera bæði litarfegurð og hárbragð, sem sé alveg einstakt í sinni röð, og þetta gefi von um, að sams konar feldir og hún hefir fram að ljjóða, geti orðið verðmikil verzlunarvara á heimsmarkaðinum. Og því er eigi áhorfsmál — að mínurn dómi — að reyna þetta til liins ýtr- asta, lóga eigi dýrunum, fyrr en öll von er þrotin um, að þessu marki verði náð. — En hætt er við, að takist þetta ekki — að láta þá eignast afkvæmi á næsta vori — þá sé jrrotin þolinmæði eigenda jreirra. Þeir liafa líka þegar sýnt lofsverða viðleitni í þessu máli og kostað svo miklu til, að engan getur furðað á, þó að þeir stingi nú við fótum, og bregði á annað ráð á næsta ári, ef dýrin verða geld eða láta fangi á ný á komandi vori. Lóni í Kelduhverfi, 27. dcs. 1911. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN AI.ÞÝÐLEGT TÍMARIT UM NÁTTIJRUFRÆFU 192 s/ður á ári. ÚTGEFANDI: HIÐ ÍSI.ENZKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG Gjaldkeri og afgreiðslumaður: BIRGIR THORLACIUS sljórnarráðsfulltrúi, Barónsstíg G3, simi 3783, Reykjavík. I>cir, sem senda blaðinu ritgerðir, eru beðnir að liafa þær skrifaðar með bleki eða vélritaðar. Höfundar bcra ábyrgð á efni ritgerða sinna. ()11 bréf varðandi ritið sendist Dr. Sveini Þórðarsyni, Skólastíg 3, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.