Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 10
72
NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
Ingólfur Davíðsson:
Staða íslands
í gróðurbeltaskipun jarðarinnar
Árið 1805 kom út rit, þar sem leitazt er við að gera grein l’yrir sam-
bandinu milli gróðursins og umhverfisins, þar sem liann vex. Höf-
undurinn, Þjóðverjinn Alexander von Humboldt, er talinn faðir
hinnar vísindalegu gróðurlandafræði. Síðar liafa margir lagt skerf til
þessara fræða. Má nefna svissnesku feðgana de Candolle (1855) og af
Norðurlandamönnum Danina Eug. Warming og Chr. Raunkiær.
Var rit Warmings, Plantesamfund, um skeið talið grundvallarrit í
gróðurlandafræði. Gróðurlandafræðin er þríþætt. Hún hermir,
Itverjar tegundir vaxi á tilteknum svæðum; einnig hvernig tegund-
irnar skipa sér í félög eða gróðurhverfi — lýsir sambandi gróður-
hverfanna og skilyrðanna. Loks segir hún frá þróun og sögu gróður-
ríkisins á hverjum stað.
Loftslag og ýmis ytri skilyrði ráða mestu um hvaða tegundir-vaxa
á hverjum stað á jörðinni. Hitt verður sarnt jafnframt að liafa í huga,
að tegundirnar eru misjafnlega vel hæfar til að ná mikilli útbreiðslu.
Ræður þar unr aldingerð og margt annað. Einnig geta þær nrætt
margvíslegum tálmunum á landnámsferðunr sínum. Áhrifamestu
tálmanirnar eru höf og stórvötn, fjallgarðar, eyðimerkur og stór
skógabelti.
Gróðurríki ákveðins svæðis er nokkurn veginn í jafnvægi, að ó-
breyttum skilyrðum. En ýnris ytri öfl geta valdið breytingum. Teg-
undir flytjast inn og aðrar deyja út. Maðurinn hefir víða gerbreytt
gróðri lreilla landa, nreð ræktun, beit, skógarhöggi o. s. frv. Þar sem
jréttbýlt er, raskast Irið forna jafnvægi nrilli tegundanna tiltölulega
fljótt.
Þar senr ekki eru sérstakar ytri tálnranir, eru það lífskjörin, hiti,
vatn, loft, birla og jarðvegur, senr skipa gróðrinum niður í hverfi og
gróðurbelti. Eru lritinn og rakinn oft örlagaríkastir. Skal nú lítil-
lega vikið að þessunr náttúrulögmálum. — Nokkur lriti er öllum
gróðri nauðsynlegur, en lritaþörfin er nrjög misjöfn, bæði eftir teg-
undunr og einnig eftir öðrum skilyrðunr. Liggur t. d. sama árshita-
lína um ísland og sunnanvert Rússland, þótt gróðurinn sé afar ólíkur