Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 22
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og hvar. M;i nefna Eystri-Polla, Orravatnsrústir, nágrenni Möðrn- dals o. fl. Mun mest um þetta á hálendinu norðan jökla. Þar er kalt og tiltölulega þurrt. A mýrum þessara svæða eru víða svonefndar rústir, sem líkjast mjög risaþúfum freðmýranna í Norður-Rússlandi og Síberíu. Eru slík svæði hér nefnd flár eða rústamýrar. Þúfurnar ná að vísu ekki mestu stærð freðmýraþúfnanna, en eru samt stórar og með klakakjarna eins og þær. Milli rústanna og við þær eru pollar og tjarnir, eins og venja er til. En klakann leysir venjulega úr flánum eða mýrunum milli „rústanna" á sumrin. En í reglulegri freðmýri er þar einnig klaki. Þetta er nokkur stigmunur, en ekki eðlismunur. Pálmi Hannesson, rektor, sem manna mest hér á landi hefir at- hugað hinar íslenzku flár (freðmýrar), segir, að ríkjandi gróður uppi á rústunum séu mosar og I jallagrös. Er það sams konar gróður og á risaþúfukollum freðmýranna erlendis. Kornsúra og smjörlauf vaxa innan um mosann, og mikið al' músareyra í hliðum rústanna. Við Við rústaræturnar er mýrarstararkragi, en fífa vex niðri í sjálfum flánum, flötum og blautum, á milli rústanna. Pollar eru þarna al- gengir í flánum, líkt og í freðmýrunum. Skyldleikinn leynir sér ekki. Mýrlendin á J^essum slóðum eru heimskautaland. — Önnur helztu gróðurlendi heimskautalandanna, smákjörr, heiðar og melar, eru líka algeng fyrirbrigði uppi i hálendinu. Lágvöxnu víði- og birki- runnarnir frám til afrétta og hátt í hlíðum líkjast mjög kjarri heim- skautalandanna. Sama er að segja um heiðalöndin. Dvergrunna- heiðin með smjörlaufi, krækilyngi, fjalldrapa og rjúpnalaufi, er algeng í hálendi íslands. Sömuleiðis mosar og fléttur, t. d. grámosi og fjallagrös. Mönnum kemur í hug lýsing Sigurðar Breiðfjörðs, er hann kveður á Grænlandi: „Grátt er allt af geitaskóf, gamburmosa og víði“. Sannleiksgildi þeirrar lýsingar má auðveldlega sannprófa til fjalla á Islandi. — Þá bera Ijallamelarnir íslenzku ekki síður al- gerðan heimskautablæ, heldur en flár og heiðar. A báðum stöðum ber landið fremur svip af grjóti en gróðri og tegundirnar, sem freista lífinu milli steinanna, eru að miklu leyti hinar sömu hér og Jrar'. Nákvæm takmarkalína milli tempraða beltisins á láglendum ís- lands og heimskautalandinu til fjalla og á útkjálkum, verður naum- ast dregin. Talið er, að meðalhitinn lækki um rúmlega \/2 stig á C. við 100 metra hækkun. En hér kemur margt fleira til greina, t. d. skjól eða skjólleysi, raki, lega landsins við sól o. fl. Þegar komið er í 400 m. hæð, er breytingin frá láglendinu orðin mjög mikil og varla um annað en afréttarlönd að ræða. Þá er venjulega komið í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.