Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1945, Síða 22
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og hvar. M;i nefna Eystri-Polla, Orravatnsrústir, nágrenni Möðrn- dals o. fl. Mun mest um þetta á hálendinu norðan jökla. Þar er kalt og tiltölulega þurrt. A mýrum þessara svæða eru víða svonefndar rústir, sem líkjast mjög risaþúfum freðmýranna í Norður-Rússlandi og Síberíu. Eru slík svæði hér nefnd flár eða rústamýrar. Þúfurnar ná að vísu ekki mestu stærð freðmýraþúfnanna, en eru samt stórar og með klakakjarna eins og þær. Milli rústanna og við þær eru pollar og tjarnir, eins og venja er til. En klakann leysir venjulega úr flánum eða mýrunum milli „rústanna" á sumrin. En í reglulegri freðmýri er þar einnig klaki. Þetta er nokkur stigmunur, en ekki eðlismunur. Pálmi Hannesson, rektor, sem manna mest hér á landi hefir at- hugað hinar íslenzku flár (freðmýrar), segir, að ríkjandi gróður uppi á rústunum séu mosar og I jallagrös. Er það sams konar gróður og á risaþúfukollum freðmýranna erlendis. Kornsúra og smjörlauf vaxa innan um mosann, og mikið al' músareyra í hliðum rústanna. Við Við rústaræturnar er mýrarstararkragi, en fífa vex niðri í sjálfum flánum, flötum og blautum, á milli rústanna. Pollar eru þarna al- gengir í flánum, líkt og í freðmýrunum. Skyldleikinn leynir sér ekki. Mýrlendin á J^essum slóðum eru heimskautaland. — Önnur helztu gróðurlendi heimskautalandanna, smákjörr, heiðar og melar, eru líka algeng fyrirbrigði uppi i hálendinu. Lágvöxnu víði- og birki- runnarnir frám til afrétta og hátt í hlíðum líkjast mjög kjarri heim- skautalandanna. Sama er að segja um heiðalöndin. Dvergrunna- heiðin með smjörlaufi, krækilyngi, fjalldrapa og rjúpnalaufi, er algeng í hálendi íslands. Sömuleiðis mosar og fléttur, t. d. grámosi og fjallagrös. Mönnum kemur í hug lýsing Sigurðar Breiðfjörðs, er hann kveður á Grænlandi: „Grátt er allt af geitaskóf, gamburmosa og víði“. Sannleiksgildi þeirrar lýsingar má auðveldlega sannprófa til fjalla á Islandi. — Þá bera Ijallamelarnir íslenzku ekki síður al- gerðan heimskautablæ, heldur en flár og heiðar. A báðum stöðum ber landið fremur svip af grjóti en gróðri og tegundirnar, sem freista lífinu milli steinanna, eru að miklu leyti hinar sömu hér og Jrar'. Nákvæm takmarkalína milli tempraða beltisins á láglendum ís- lands og heimskautalandinu til fjalla og á útkjálkum, verður naum- ast dregin. Talið er, að meðalhitinn lækki um rúmlega \/2 stig á C. við 100 metra hækkun. En hér kemur margt fleira til greina, t. d. skjól eða skjólleysi, raki, lega landsins við sól o. fl. Þegar komið er í 400 m. hæð, er breytingin frá láglendinu orðin mjög mikil og varla um annað en afréttarlönd að ræða. Þá er venjulega komið í heim-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.