Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 48
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN yfirleitt rajög fallegt dýr. Liturinn á þelinu er svipaður og á dökkmó- rauðum, íslenzkum ref, en togið líkist — eða ber mestan svip silfur- refsins. Þriðja dýrið er einnig læða, og þykir hún fallegust systkinanna. Það er næsta erftit að lýsa til liennar eða réttara sagt litbrigðunum í eða á feldinum — til þess að ókunnugir fái rétta hugmynd um ])að — svo breytilegt er þetta. A kviðnum, framan á bringunni og ræma fram á kverk, er liturinn hvítgulur, neðan til á síðunum verður guli liturinn meira áberandi, og svo smá segja, að þegar kemur upp fyrir miðjar síðurnar, ]iá sé guli liturinn allsráðandi — og á þetta við þelið, en vindhárin eru öðruvísi, þau eru mjög 1 ík og á silfurréf, og þegar lit þeirra slær saman við lit þelsins, fær dýrið á sig annarlegan litblæ, sem ekki er gott að lýsa, enda sýnist liturinn ofurlítið mismunandi, eftir því hvernig sólarljósið fellur á dýrið, en þegar eigi er sólskin, sýnist dýrið helzt silfur-grátt að ofan með dökkbrúnum blæ. Togið er eigi eins þétt og á hinum, en þrátt fyrir það er dýrið svipmest þeirra, og eitthvað það við það, sem hin Jiafa eigi til að liera. Það var nú svo og er enn, að mönnum hér er mjög luigleikið að ganga tir skugga um, livort dýr þessi séu frjó, því hafa menn fylgzt rnjög vel með því, sem gerðist og bent. gæti í þá átt. Er þá þess fyrst að geta, að veturinn 1941 —42 sáust merki þess á mórauðu læðunni, að von var til að hún gengi, en svo varð ekkert úr því. Sú gula sýndi engin merki í þá átt, þennan vetur, en næsta vetur — 1942—43 — komu þau í Ijós hjá henni, en voru svo áberandi hjá þeirri mórauðu, að þeir, sem hirtu dýrin, áttu þess — um tíma — daglega von að hún gengi, en svo reyndist þetta allt tál eitt. Síðastliðinn vetur — 1943—44 — komst sú gula enn lengra áleiðis en áður, þótt ekki yrði svo meira úr en veturinn áður. En nú brá svo við með þá mórauðu, að þennan vetur sýndi hún maka sínum — duglegum silfurref — eins l'ullt tillæti og frekast verður á kosið, og biðu menn nú árangursins fullir eftirvæntingar. En hann varð annar en óskir stóðu til, ]>ví að nokkrum dögum fyrir bælið lét dýrið fangi; sáust þess greinileg merki að læðan hafði alið afkvæmi, en ekkert þeirra fannst, og því vita menn ekkert um útlit þeirra né tölu. — En geta verður ]>ess, að um sama leyti létu og 2 silfurrefa- læður, hér í búrinu, fangi — fleiri en þessar 3 voru þá hér eigi í þeim kringumstæðum. — Lítur því fyllilega svo út fyrir, að eitthvað það liafi verið að fæðunni, er þessar læður höfðu, se mvaldið hefir þess- um fósturlátum, sem hafa áður verið ótíð hér í refabúrinu. — Var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.