Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1945, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 2. mynd: íslenzkl þýfi (Jaðar). (Stundum eru grasleitar jurtir (grös, sef, hálfgrös) talin sérstök deild vegna sérkennilegs útlits. Ráða þær mestu í gróðursvipnum hér á láglendi og upp eftir hlíðum). Loks má ekki gleyma brautryðjendum gróðursins, mosunum og fléttunum, sem eru gróplöntur. Þær eru víða aðalgróðurinn í liraun- um og til fjalla. Undanfarið hefir verið drepið lauslega á helztu almennu lífsskil- yrði og vaxtarmót. Skal nú vikið að loftslags- og gróðurbeltaskipun- inni. Við skiptingu jarðarinnar í gróðurbelti má fara eftir tveimur mismunandi leiðum. Það má skipta niður eftir tegundum og þróun þeirra, eða samkvæmt loftslagi og öðrum lífsskilyrðum. Samkvæmt fyrri leiðinni eru gróðurríkin (flóruríkin) talin sex: I. Gamla mið- jarðarrikið (sem er skipt í tvö undirríki), Eyjaríkið — Indlandseyjar, C.eylon, mikið af Austur-Indlandi og Suðurhafseyjar til Nýja-Sjá- lands og Indo-afrikanska ríkið, sem nær yfir Vestur-Indland og Afríku milli Sahara og Kalahari). II. Suður-Afríka, sunnan Kalahari. III. Norðurríliið, senr er stærst, Austur-Asía, Mið-Asía, Miðjai'ðar- hafslöndin, Evrópa norðan Alpafjalla (Eurasia), Norður-Asía og N orður-Ameríka.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.