Náttúrufræðingurinn - 1945, Blaðsíða 14
76
NÁT TÚRUFRÆfilNGURINN
IV. Nýja Miðjarðarrtkið, þ. e. Mið- og Suður-Ameríka.
V. Ástralía.
VI. Suðurhciniskautarikið.
Skal þessi skipting ekki nánar rædd liér. Við ákveðið loftslag, verða
\ iss gróðurlendi ríkjandi og er skiptingin í gróðurbelti reist á því.
Ymis afbrigði koma einnig til greina, t. d. óvenjumikið votlcndi
eða þurrlendi, álirif mannanna á gróðurinn o. s. frv.
Jörðinni er skijit eftir loftslagi í 7 belti: hitahelú, tvö heittempruð
belti, tvö tempruð belti og heimskaulabeltin tvö. Úrkomumunur
o. 11. deilir þeim öllum í ýmsar deildir. Hitabeltið liggur um mið-
jarðarlínu og að 20—25° báðum megin. Eru takmörkin sett þar, sem
Iiiti kaldasta mánaðarins er 14—15° C. Kringum miðjarðarlínuna er
kallað kyrrabelti, þar eru liiti og úrkoma mikil og nokkuð jöfn árið
um kring. Þegar fjær dregur, breytist þetta þannig, að sumarið
verður regntími, en veturinn þurrktími. Er það einkum greinilegt á
staðvindasvæðunum, norðaustan á norðurhvelinu, suðaustan á suð-
urhveli. Úrkoma er víða mjög mikil. Tvö gróðurlendi eru einkurn
drottandi í hitabeltinu — regnskágur og savannagróður. Regnskógur
er einkum ríkjandi í kyrrabeltinu. Það er gróskumesti gróður á jörð-
inni, t. d. við Amazon-fljótið í Suður-Ameríku. Er þar allt grænt
árið um kring og ógreitt mjög yfirferðar í jréttum skógunum, þar
sem allt er ofið saman af flækjum, jurtkenndum og trjákenndum
(Indlandseyjar, Nýja-Guinea, Kongólöndin, Guineaströnd Afríku
og Amazonlandið í S.-Ameríku). A svæðum sumarregnsins og stað-
vindanna í hitabeltinu liggja savannalöndin. Það eru einkum gras-
lendi með runnum, einstökum trjám eða trjálundum á víð og dreif.
Verður grasið stundum meira en mannhæðarhátt. Kragar af skógi
eru þar sem raklendast er, t. d. meðfram ám og vötnum. Helztu sa-
vanna-svæðin eru á Indlöndunum báðum, Mið-Ameríku, nyrzta
hluta S.-Ameríku og Súdan á norðurhveli jarðar, en á suðurhveli
suðurhluti Brazilíu, norðurströnd Ástralíu og Zambesílandið í
Afríku. Liggja meginhlutar beggja miðjarðarríkjanna í hitabeltinu.
í kyrrum fjörðum og víkum í hitabeltinu er mjög einkennilegur
gróður, Mangroveskógar eða leðjuskógar. Fjöruleðjan er súrefnis-
lítil. Er þess vegna mjög þroskaður loftleiðsluvefur i trjárótunum og
rótarendarnir vaxa jafnvel upp í loftið líkt og staurar kringum trén
til að afla súrefnis.
Báðum megin hitabeltisins liggja heittempruðu beltin. Þar koma
stundum næturfrost á vetrum. Meðalhiti kaldasta mánaðarins er 5—
15° C. eftir breiddarstigi. Úrkoman er rnjög misskipt og er beltunum