Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 147 ræmi við iögmál hennar. Þannig trúum við því, að í síauknum mæli verði hægt að hjálpa nytjajurtum og nytjadýrum til að vaxa og gefa arð o. s. frv. En þessi kennd á lítið skylt við þann skilning, sem flæddi inn á mannshugann, þegar fyrsta kjarnorkusprengjan sprakk og vís- indamenn fóru að útlista möguleika kjarnorkunnar. Þá spurðu margir: Getur ekki kjarnaklofningin breiðzt út frá sprengjum eða tilraunastofum og sundrað jörðinni mélinu smærra? Betur verður það varla sýnt en með þessari spurningu, að nú höfðu menn öðlazt skilning Arkimedesar á kjarna efnisvísindanna: Hann er það regin- vald yfir efninu, sem þessi vísindi leggja í hendur mannsins. — Fyrir hálfri eða heilli milljón ára fór apategund ein að berjast við sult og óvini með rneiri athygli og greind en öðrum dýrum var gefin. Þessir eiginleikar þróuðust, er þeim var beitt, en grunlaus var skepn- an um það, sem framundan var. Markviss beiting athyglinnar í glímunni við efnið er aðeins nokk- urra alda gömul, að segja má. En þessi rannsókn heftir þegar leitt til þess, að maðurinn skilur nú svo rækilega leyndustu dóma efnis- ins, að hann hefur öðlazt yfir því vald, sem fer að verða í ætt við alvald. Maðurinn getur ekki aðeins dregið frarn ] íi’ið þar, sem dýrin verða hungurmorða, eins og greind Iians miðaði að í upphafi. Nei, hann getur tætt í sundur sjálft efnið, sent hann og heimurinn er gerður úr, og gert það að einhverju, sem ekki er efni, og hann getur búið til efni úr einhverju, sem ekki er efni. Það verður ekki betur séð en maðurinn hafi fundið sjálft töfra- orð heimssköpunarinnar og þá jafnframt heimstortímingarinnar. Og þess vegna spyrja menn nú alveg réttilega: Ætla þeir að breyta jörðinni í duft? jafn eðlilega og spurt er, livort þeir ætli að bræða síldina eða salta liana. Svo langt nær vald mannsins að vísu ekki enn, að hann geti sundr- að jörðinni, ef honum biði svo við að horfa. Og það er harla margt, sem liann getur ekki. En hitt getur enginn hugsandi maður látið fara fram Iijá sér, að valdið yfir efnisheiminum er nú orðið óskap- legt, og svo verður að ætla, að þetta sé fremur upphaf en endir á langri þróun. Hvar mun mannkynið standa eftir aldir eða þúsund ár? Það er meir en liugsanlegt, að innan þess tíma geti orðið svo stórkostlegar breytingar og vald mannsins aukizt svo gífurlega, að nútímamanninn skorti allt ímyndunarafl lil þess að geta-sér til um það. En einmitt þess vegna er hollt að skyggnast fram í tímann eftir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.