Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 Hrauná rennur milli skara vestur af fyrir norðan Krossöldu 22. mai. Höskulds bjalli fjarst. Svarti flekkurinn á Krossöldu er fönn undir vikri. ld Langafönn í slakka milli rimans og liraunsins, sem þarna rann ofan úr fjalli í gosinu 1845. Ekki verður vitað nákvæmlega, hvenær hraungígurinn opnaðist fyrst. Fyrstu gosnóttina, kl. 4—5 eftir miðnætti, var ég staddur uppi á Hálsinum fyrir ofan Næfurholt. Þaðan blasir við öll suðvesturbrekka Heklu. í náttmyrkrinu gat ég þó ekki greint útlínur fjallsins. Aðeins þau svæði, sem hraunglóðin lýsti upp, skáru sig frá svörtum nætur- himninum. Gosstólpi stóð upp úr háfjallinu, þar sem nú er Axlar- gígurinn, og þaðan fél 1 glóandi hraunfoss ofan Löngufannai'slakk- ann, og önnur eldrák sást litlu austar langt niður eftir Axlarbrekku. Þá rák liélt ég einnig vera hraunfoss, en furðaði á því, að hann skyldi enda stöðugt (í meira en hálftíma, sem ég stóð þarna við) á sama stað utan í brattri brekku í stað þess að falla áfram niður. Síðar kom í Ijós, að þetta var enginn hraunfoss, lieldur nýmynduð gjá, glóheit hið innra, svo að lýsti upp af. Sú gjá er suðvesturendi sprung- unnar miklu eftir endilangri Heklu. Hún hefur oft gosið síðan, er enn opin og nú kölluð Axlarbrekkugjá. Hraungígurinn myndað- ist neðar í brekkunni í framhaldi af gjánni, en þó óbrotið haft á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.