Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 18
Guðmundur Kjartansson:
Brennanlegur leirsteinn í Biskupstungum
Bergsstaðir lieitir bær í Biskupstungum, því nær miðja vega rnilli
Tungufljóts og Hvítár. Bóndinn á þeim bæ, Sigurfinnur Sveinsson,
hefur nú í liér nm bil þrjátíu ár vitað af einkennilegri svartri
bergtegund þar í landareigninni. Lárus nokkur Jónsson, sem lengi
var með Sigurfinni á Bergsstöðum og dó þar, mun fyrstur hafa tekið
eftir þessu bergi, og kallaði hann það surtarbrand. En Lárus hafði
víða farið-og ef til vill séð surtarbrand á Vesturlandi. Ekki var þó
brandinum sá gaumur gefin, sem vert hefði verið fyrr en í haust.
Þá fann unglingspiltur, Ólafur Haraldsson að nafni, mola af þessu
bergi í lækjarsytru. Þótti piltinum steinninn líkur kolurn, og var
hann nú reyndur í miðstöðinni á Bergsstöðum. Kom þá í ljós, að
bergtegund þessi brennur í eldi með útlendum kolum.
Sýnishorn af brandinum var sent til rannnsóknar í Atvinnudeild
Háskólans. Þar fékk Tómas Tryggvason, steinafræðingur, það til
athugunar, og sýndi mér mola al' því eitt sinn, er ég var þar staddur.
Það var nálægt mánaðamótum október og nóvember, og hafði ég
ekki fyrr heyrt getið þessa merkilega fundar. Tómas hafði þá þegar
athugað öskumagn í sýnishorninu, og reyndist það 74%. Þ. e. steinn-
inn léttist um 26% við glæðingu (óþurrkaður að vísu, en stofuþurr).
Þetta var vissulega mikil tíðindi, því að hvergi á Suðurlandsundir-
lendinu höfðu áður fundizt lífrænar leifar í hörðu bergi og því
síður svo miklar, að steinninn gæti brunnið. Þetta gaf ekki aðeins
vonir um nýtilegt eldsneyti, heldur mátti nú einnig búast við, að
þekkjanlegir steingervingar fyndust með lífrænu leifunum og af
þeim mætti ráða gátuna um aldur berglaganna.
í.augardaginn 22. nóv. Ilutti Morgunblaðið þá fregn, að kol hefðu
fundizt í jörðu á Bergsstöðum og í þeim væri mikið af steingerving-
um. Þá brá ég mér austur að Bergsstöðum um kvöldið og skoðaði
námuna morguninn eftir.