Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 32
174
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hæfileika af hendi við kuldann fyrir líf sitt, svo að vart má vænta
þess, að tegundin vaxi víða.
Fjallakálið er enn einn liður í sönnunarkeðju þess, að jurtir liafi
lifað á Islandi jökultímann allan. Engin skýring önnur er liugsan-
leg, þegar það á í hlut.
Belja rauðar blossa móður, og Eldflóðið sleypist ofan hlið, hafa skáld kveðið uin
hraunrennsli, og iíkt munu margir hafa hugsað sér hraunflóð í hlíðum Heklu, áður
en þeir sáu þau. Raunin var þó nokkuð önnur. Jafnvel ofan brekkur skreið hraunið
yfirleitt fram hægt og þunglega. Á myndinni, sem er tekin 21. maí 1947, rennur það
li'kt og á á milli skara, vestnr af undirhlíðum Heklu norðan við Krossöklu. Breidd
hraunárinnar var um 90 m og straumhraðinn aðeins 4 m á mínútu. Yfirborðið var
harðstorkin urð og glóði aðeins í dýpstu gjótum og með skörunum heggja vegna.
í rigningarhvolfu mátti ganga úl á urðina á þykkum stígvólasólum. Skörin er einnig
úi nýju hrauni.
Guðm. Kj.