Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
189
manna. í því panórama kemur Gráfell við sögu. En Gráfell sést alls
ekki úr Skúmstungum né neinum þeim stað, sem ætla má, að G. E.
haldi vera Skúmstungur.
Á bls. 10 hefur G. E. það fyrir satt, að Heklugosið Iiafi byrjað um
stundarfjórðungi fyrr en það byrjaði í raun og veru. Heimildarmað-
ur er Alexander nokkur „að“ Djúpadal. Hann sá Heklu skafheiða
og misfellulausa um morguninn 29. marz, áður en gosið hófst.
„ . . . Leit hann þá á armbandsúr um leið og hann spennti það á
úlnliðinn. Var það borið saman við símaklukku á Hvolsvölliun
kvöldið áður, reyndist þá klukkan 6,20.“ Eftir setningaskipun og
lestrarmerkjum segir raunar í þessari klausu, að kl. 6,20 hafi úr Al-
exanders verið borið saman við símaklukku. En það er út af fyrir sig
svo lítil tíðindi, að ekki er að efa, að G. E. á við lútt, að á þessum
tíma hafi Alexander litið út um gluggann. Þann skilning staðfestir
enn fremur enska þýðingin (bls. 107). H. u. b. 2 mín. síðar hófst
gosið samkv. þessari lieimild. — Þess rná geta, að næsta símastöð við
Djúpadal er á Hvolsvelli (ekki „HvolsvöHum“. Enginn bær með
því nafni er til í Rangárþingi).
Á bls. 13: „Án mælinga var hægt að ákveða, að á fyrsta klukkutíma
gossins liafði lnð fræga eldfjall orpið gosfleygum sínum upp yfir
gufuhvolf jarðar." Minna mátti nú gagn gera! Dýpt gufuhvolfsins
skiptir hundruðum kílómetra, en hæð gosmakkarins varð þó aldrei
nema um 27 km. Gáum aftar í bókina og sjáum, hvernig þetta út-
leggst. á ensku: „ . . . the venerable old volcano had belclied its smoke
rigth out of tlie atmosphere." Var nú ekki nóg að prenta þetta á ís-
lenzku? Þarf að auglýsa á fjöllesnustu tungu mannkynsins mestu vit-
leysurnar í íslenzkum bókmenntum? Þessi staðhæfing, að gosmökk-
ur Heklu hafi náð upp úr gufuhvolfinu, er endurtekin á næstu blað-
síðu og aftur snúið á ensku. G. E. vill vissulega ekki draga úr mikil-
leika þeirra fyrirbæra, sem hann segir frá, en þessi skissa hans stafar
þó ekki af metnaði né gorti, Iieldur af því, að hann veit ekki, livað
gufuhvolf er, ruglar því saman við trópósferuna, sem er hið neðra
lag gufuhvolfsins og nær h. u. h. 10 km upp frá jörðu, en þar fyrir
ofan tekur við stratósferan (sem íslenzkir blaðamenn kalla hdloftin).
Þessi misskilningur um gufuhvolfið, sést af því, að annars staðar í
bókinni er hæð gosmakkarins (réttilega að kalla!) talin 25 km. Og
enn fremur segir á bls. 13 í framhaldi af því, sem áður var til vitnað:
„Efstu kollar gosstólpanna svilu nú í hálqftunum . . .“
Á bls. 15: „Þegar gamla Næfurholt eyddist, var hitinn frá hraun-