Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 aður réttu nafni.] — Sjö línum neðar á sömu bls. er „spaklega skráð“ (þessu orðalagi stel ég frá G. E., bls. 14): „Tuttugu metr’a þykkur og sextán kílómetra breiður hraunstraumur gefur ímyndunaraflinu meira að starfa en gosstrókar séðir úr fjarlægð.“ Þessu treystist ég ekki að mótmæla. Ég hef aldrei séð sextán kílómetra breiðan hraun- straum og nafni minn varla lieldur. Mestur hluti af grein G. E. fjallar um viðburði fyrstu tveggja eða þriggja viknanna framan af gosinu, en 5 síðustu blaðsíðurnar eru eins konar viðauki, saminn sex mánuðum síðar, um helztu viðburði gossins í sumar og Jiaust. Þessi viðauki er ekki síður morandi af mishermum og vitleysum en það, sem á undan var komið. — Ég tek aðeins eitt dæmi, þar sem feitt er á stykkinu: ,,í annan stað er furðulegt, hvernig liraunbrúnin stöðvaðist i svo- kölluðum Kór ofan við Bjólfell [Milli Kórsins og Bjólfells er um 3 km breitt sléttlendi]. Eins og nafnið bendir til, var helgi á þeim stað [Hvað skyldi nú benda til þess annað en nafnið? Og nafnið gerir það raunar ekki lieldur] og er þar einn fegursti blettur við Hekhi- hraun, dalkvos vaxin víðikjarri lágu. Skjólsælt er þar og dásamlegt [Kórinn er smákriki milli hraunbrúnar og móbergsfells. Allur er hann eitt flag, þakinn vikri og hraunnrð. Ekkert víðikjarr er þar, en eitthvað af mjög lágu og kræklóttu birki vex í hraunbrúninni, ásamt mosa og lyngi, en litlu grasi]. Þarna hefur áður stöðvast hraun og myndar brúnin háan kamb þversum milli hlíðanna. Nú stöðv- aðist Iiraunstraumur, litlu minni [Nýi hraunstraumurinn er miklu stærri], rétt á brún gamla hraunsins (frá 1845) [„Gamla hraunið“ (Efrahvolshraun) rann mörg hundruð árum fyrir 1845]. Enginn hraunsteinn valt frarn í Kórinn." — Hvoru á nú að trúa, upphafinu eða endinum? Stöðvaðist hraunið í Kórnum, eða valt enginn hraun- steinn fram í kórinn? Hið síðara er rétt. Þeim, sem lieldur fram tveimur andstæðum, ratast satt á munn í annað skiptið. Á ferðmn sínum til Heklu hefur Guðmundur Einarsson að öllnm líkindúm séð margt það, sem enginn sá annar, en fengur væri í að fá að vita um fyrir þá, sem fást við Heklurannsóknir. Það er ekki lílill þáttur í þeim rannsóknum að safna athugunum annarra manna, skrifa þær upp, bera saman og gagnrýna. Skýrsla sú sem náttúru- fræðingarnir birta einhvern tíma um Heklugosið, verður eflaust að mjög verulegu leyti sett saman úr slíkurn athugunum. Af riti, sem ber nafnið „Heklugos 1947“ og samið er meðan á gosinu stendur af þjóðkunnum ferðagarpi, listamanni og rithöfundi, var vissuléga að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.